Ekki er allt sem sýnist.

Þá er að segja aðeins frá þessum sambandsslitum við Dagbjartar en í ljós hefur komið að ekki er allt með felldu og ekki allt henni að kenna heldur utanaðkomandi aðstæðum sem enginn ræður við en við skulum byrja á byrjuninni,ég vil taka það fram strax í upphafi að ekki er um vorkunsemi af minni hálfu að ræða heldur sameiginlegar áhyggjur okkar vina hennar og bið fólk um að hafa það í huga við lesturinn því ég er ekki einn um þessa skoðun.

Eins og þeir vita sem best þekkja til þá veiktist Dagbjört í fyrra og hætti við að fara með okkur út sökum þess og velti ég því fyrir mér að slíta þessu en var sagt að hún "höndlaði" þetta alveg,jæja,hvað um það við vissum ekki betur en Dagbjört væri að ná fyrri heilsu og allt væri í lagi,inn í þetta verður að koma að sambýlið sem hún var á var á söluskrá,svo í ágúst flutti hún í húsnæði með vinkonu sinni og fljótlega eftir það hrönnuðust óveðurskýin upp með öllu því sem fylgdi í kjölfarið en ég vil meina að sambýlisfélagi hennar hafi ekki haft góð áhrif á Dagbjörtu og er það alfarið mín skoðun.

Þetta byrjaði allt með því að þær sváfu yfir sig í nokkur skipti og var gert að vinna það upp og tel ég það eðlilegt,ofan á það bættist að nokkrir vinnufélagar hennar hættu og kom það miklu óöryggi á hana sem endaði með því að hún labbaði út nokkuð sem hún myndi aldrei gera undir eðlilegum kringumstæðum.    

Ekki vissum við betur en allt væri í orden hjá Dagbjörtu og hafði hún sagt stelpunum í vinahópnum að hún elskað Magnús Korntop og vildi ekki missa hann,einnig vildi hún nánast eingöngu eyða sínum frítíma með vinahópnum þ.e.a.s. ef hún var ekki með foreldrum sínum,þetta var í janúar.

En fljótt skipast veður í lofti og óveðurskýin hrönnuðust upp sem hófust með áðurnefndum atburðum á vinnustað en síðan þá hefur Dagbjört fjarlægst okkur vinahópinn hægt og sígandi sem enduðu með því að hún vildi slíta sambandinu við mig(Við vorum trúlofuð), þetta gerðist núna í mai og var ástæðan sögð að hringurinn meiddi hana en nú veit ég að pabbi hennar hefur ekki verið með giftingarhringinn í 25-30 ár og ég benti Dagbjörtu á það að frá minni hendi gætum við verið hringalaus en hún heldur að það að taka af sér hringinn tákni sambandsslit en ég og sameiginlegir vinir okkar ætlum að skýra þetta út fyrir henni þegar rétti tíminn kemur.

En aðalmálið og ein helsta skýringin á öllu þessu gæti þó verið að finna í lyfjabreytingum sem hún er að ganga í gegnum og hafa engu skilað og eru foreldrar hennar að reyna að finna tíma fyrir Dagbjörtu og helst koma henni framfyrir því það eru hreinar línur að læknirinn er að gera vitleysu og foreldrar hennar eru að reyna að benda lækninum á það en það gengur hægt og eru foreldrar hennar alveg búin andlega og er ég ekkert hissa á því.

Það er ljóst af öllu þessu að veikindi Dagbjartar eru mikil og þarf samhentar hendur til að hjálpa til,mér þykir ákaflega vænt um stelpuna og vil allt gera til að fá hana aftur en framtíðin verður að skera úr um það,það eina sem við,ég,foreldrar,systkyni og vinir    hennar viljum er að fá okkar gömlu góðu Dagbjörtu aftur en við vitum að það getur tekið tíma,ljóst er að Dagbjört er sokkin en ekki drukknuð og því enn hægt að bjarga henni og með sameiginlegu átaki hefst það þó við vitum að aðalvinnan lendi á foreldrum hennar.

Mitt mat er það að það eigi að splitta þeim í sundur og finna sambýli með íbúðarkjarna því ég vil meina að vandamálið hafi í raun byrjað eftir að Dagbjört flutti af Markarflötinni því þar leið henni vel og þar var skipulag á hlutunum sem síðan hvarf eftir fluttningana í nýja íbúð.

Læt ykkur vita hvernig þetta fer en hafið það gott elskurnar.
                                         KV:Korntop

                                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Inga,það er einmitt þannig sem við hugsum málið og alveg klárt að það þarf mikla þolinmæði,þetta verður taugatrekkjandi barátta og vonandi skilar það einhverju.

Magnús Paul Korntop, 31.5.2007 kl. 16:50

2 identicon

 flott maggi , Hún er i hugum okkar allra að hugur okkar  er hja fjölskyldu hennar. Við getum styrkt hana með þvi að standa þett saman og sýna henni þa vænt um þykju og ást sem að hun hefur kennt okkur. Erfiðleikar eru til þess að sigrast a.

aileen

aileen (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi lagast þetta . Magnnús minn já, leyfðu okkur að fylgjast með og hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.5.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er leiðinlegt Magnús minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.5.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Gangi ykkur öllum vel.

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott að hún á svona góða að. Ekki gefast upp.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.6.2007 kl. 00:38

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já..það skiptir öllu máli að eiga góða að sem styðja og styrkja við bakið á henni  í mótlæti. Þó það sé gott að til séu lyf við hinum ýmsu sjúkdómum, þá geta þau skaðað líka og getur oft verið erfitt ferli að ganga í gegnum við inntöku nýrra lyfja. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.6.2007 kl. 10:06

8 identicon

sæll magnús ég held að dagbjört geti alveg lagast og þetta tekur tíma og ég tel dagbjörtu enga veginn tilbúinn í svona búsetu.

sæþór jensson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:56

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Sæþór:
hvað áttu við?Ertu að meina að búa með annari manneskju eða íbúðarkjarna?

Magnús Paul Korntop, 1.6.2007 kl. 21:41

10 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæll nafni.

Vona innilega að líðan Dagbjartar verði betri, ferlegt þegar fólki líður illa út af mistökum í lyfjagjöf.  En þetta er rétta hugsunin, væntumþykja og virðing.

Magnús Þór Jónsson, 2.6.2007 kl. 08:09

11 identicon

Vonandi Maggi minn á Dagbjörtu okkar eftir að batna. Það eina sem við getum gert er að gefa henni tíma og sýna henni þolinmæði. Ég hef fulla trú á að hún komi aftur eins og hún var áður. Ég bið Guð að vera með henni og ykkur öllum því hann getur gefið styrkinn sem þarf.

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:58

12 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir góðar óskir Dagbjörtu til handa elskurnar,þetta verður okkur mikil hvatning þegar aðalvinnann hefst hvenær svo sem hún hefst.

Magnús Paul Korntop, 2.6.2007 kl. 22:03

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hún Dagbjört er heppinn að eiga mann eins og þig að Magnús. Gefðu henni tíma hún mun ná áttum aftur. kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 00:18

14 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er um að gera að halda í vonina og hjálpast að þegar það gefur á bátinn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 01:45

15 identicon

MAggi ég vissi að ég hafði heyrt þig syngja :) Dagbjört var að vinna með maninum mínum og þið voruð á árshátið með okkur og þar voruð þið að syngja saman karolí eða hvað sem það heytir ég skal reyna að finna myndinar frá þessari árshatið og ga hvort það er ekki einhver mynd af ykkur

Svana (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 02:02

16 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já Svana,ég man að við sungum karókí á árshátíð Gæðabaksturs,varst þú þar?Ég man hvað þetta var skemmtileg árshátíð í Dúndrinu.

Magnús Paul Korntop, 3.6.2007 kl. 04:21

17 identicon

Jamm 'eg var þar:)

Svana (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband