2009.

Ætla að spá fyrir um nýhafið ár í þessari færslu og er þetta mín tilfinning en byrjum á þessu sem er bara til gamans gert en þó mikill undirtónn.

Ég spái því að fyrri hluti árs verði þrunginn spennu og allt verður gersamlega geggjað og ekkert skrýtið.

Mótmælin munu fara úr böndunum og verður ekkert ólíkt 1949 þegar Ísland gekk í NATÓ en þá varð allt kreisí á Austurvelli þar sem lögreglan beitti táragasi,eitthvað svipað ef ekki verra mun gerast núna vegna þess einfaldlega að fólk er reitt og vill að þeir sem stjórnuðu útrásinni og stjórnvöld auk Fjármálaeftirlitsins og bankastjórar Seðlabankans axli ábyrggð og víki en meðan að það gerist ekki munu mótmælin magnast og verða að faraldri.

Ég eins og svo margir bíða spenntir eftir landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna evrópuumræðunnar og verði evrópusinnar undir á fundinum mun Samfylkingin slíta stjórnarsamstarfinu og þá verður kosið,verður það um apríl-mai og síðan verður mynduð vinstri stjórn þriggja flokka en Frjálslyndir munu þurkast út.

Kosið verður í embætti hjá Sjálfstæðisflokknum og mun"Bláa höndin" sem er armur Davíðs Oddssonar líða undir lok og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða næsti formaður.

Kosið verður um aðildarviðræður að ESB og eftir að við höfum séð hvað sé í boði munum við kjósa aftur og nú um aðild að sambandinu.

Persónulega vil ég frekar taka upp bandaríkjadal heldur en evruna einfaldlega vegna þess að dollarinn er sterkari en tíminn leiðir það í ljós.

Bankastjórar munu hætta á árinu og bankar sameinaðir í hagræðingarskyni.

Nova og Tal fara á hausinn einfaldlega vegna þess að það er ekki pláss fyrir 4 símafyrirtæki í 330 þúsund manna eyju,en mörg fyrirtæki á ýmsum sviðum munu fara í þrot á árinu.

Í árslok verður semsagt öðruvísi umhorfs en nú í upphafi árs

Svona spái ég árinu 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Þetta er snilldar færsla. Ég er 100% sammála nema hvað ég vil Kanadískan dollara.

Björgvin Kristinsson, 9.1.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skelfileg spá....en ég held hún rætist að mestu

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 02:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta kemur allt í ljós, nema ég er ekki viss um að Davíð verði kældur niður, hann gæti farið út í pólitíkina með Bjarna Harðar og Guðna ekki satt!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:22

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg hugmynd hjá þér, við sjáum til.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 14:23

5 identicon

Það er margt til í þessari færslu sem þú ert að spá og vona ég svo sannarlega það næsti stjórnandi sjálfstæðisflokks verði Þorgerður.  Er líka sammála þér með nova og Tal og því miður munu önnur fyrirtæki fara í þrot.

Kv

Ottó Einarsson

Ottó Einarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Er fólk hrætt við að tjá sig hérna?Þorir fólk ekki að andmæla mér?Þið hljótið þá að vera mér sammála.Koma svo.

Magnús Paul Korntop, 9.1.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er örugglega ekki fjarri sanni hjá þér. Sjáum til hvað rætist

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.1.2009 kl. 02:31

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég er ánægð með þig! Hef hins vegar lítið vit á stjórnmálum eftir langa fjarveru klakans (fylgist lítið með politíkinni) ... Get vel trúað að það ætti eftir að koma meiri hazar í mótmælin og mættu landinn taka sig þéttar saman svo vel fari.

Ég held að upptaka á annari mynt hafi lengri aðdraganda en árið og að Ísland fylgi Evrópu og taki þ.a.l. € . Held hins vegar að Íslendingar vilji í grunninn halda í krónuna sína þar sem að gjaldeyrisaðstæður munu lagast, hægt og örugglega. (kanski óskhyggja en krónan á eftir að rétta sig af) ...

Flott færsla hjá þér!

www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 10:58

9 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Úps magnús,vonum að það sjóði ekki uppúr hjá mótmælindum.Mer persónulega finnst ekkert sniðugt að vera skemma eignir og annað.Annars sammála þer magnús minn

Sædís Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 11:58

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, Magnús það verður gaman að sjá hve margt af þessu á eftir að rætast og ég held bara að þú sért nokkuð sannspár.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.1.2009 kl. 12:40

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sennilega ertu sannspár það er skelfingin ein framundan

Hólmdís Hjartardóttir, 12.1.2009 kl. 01:49

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maggi það bara byr i þér, spádómsgáfa mikil/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.1.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband