Nóg að gera.

Í dag fórum við Aileen að versla í krónunni og keyptum töluvert af mat og gosi auk þess sem nokkrar jólagjafir voru keyptar en ég ætla að klára jólagjafakaupin snemma í ár enda sé ég ekki ástæðu til að bíða með það þegar ég veit hvað á að kaupa auk sem mér þykir leiðinlegt í búðum en jólin eru jú bara einu sinni á ári og því er þetta í lagi.

Vinnan gengur mjög vel enda er ég ekki að fara að missa vinnuna frekar en aðrir sem með mér vinna,góðir vinnufélagar og topp verkstjórar og yfirmenn auk þess sem kaupið er fínt,það eina sem ég var beðinn um að gera var að breyta vinnutíma og ég gerði það vitaskuld því þeir hafa hjálpað mér mikið í vinnunni með ýmislegt og því bæði sjálfsagt og eðlilegt að koma til móts við þá.

Nú á næstunni er jólahlaðborð á Fjörukránni,jólafundur Átaks og jólatónleikar Fjölmenntar auk heðbundins jólastúss.

Eins og sést á þessu þá er aldrei lognmolla í kringum mig og er það gott mál því fyrir utan allt þetta eru æfingar 3svar í viku og bara allt í góðum gír.

Vil að endingu minna á skoðanakönnunina um vinsælasta ABBA lagið og ef þitt lag er ekki í valmöguleikanum þá skaltu segja það í commentakerfinu og verður reiknað með þegar úrslit fást en þessi könnun verður alla vega út árið endilega takið sem flest þátt svo að könnunin sé marktæk.

Farið vel með ykkur elskurnar mínar nær og fjær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er ánægð að heyra að þú misstir ekki vinnuna Magnús

Búin að kjósa

Sigrún Jónsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að kjósa, kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: lady

hæ Magnús gott að heyra að þú heldur vinnuni,alltfa ertu jafn jákvæður,já það er bara stutt í jólin,ég er búin að öllu sem tilheyri jólin, það er eina sem er eftir það er jólagjafirnar dætra minnar óska þér og þínum innilega góða helgi,þú ert einn af þeim sem er góður vinur minn ,takk fyrir öll þín commemt til mín kær kv  þín vinkona ÓLöf

lady, 30.11.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei, það er sko aldrei lognmolla í kringum þig. Það er ég viss um. Gott að þú heldur vinnunni. Það er margir að missa vinnuna, því miður.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.11.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 2.12.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband