Á hverfanda hveli.

 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að allt er að fara fjandans til og breytir þá engu hvar borið er niður,bensínverð, matarverð,fasteingnaverð,vextir eða eitthvað annað NAME IT.

Ég ætla hér í þessari færslu að segja mitt álit og draga þá til ábyrggðar sem hana eiga að bera en byrjum á bensínverðinu.

Á hreinu er að á hverjum degi er sett nýtt met í bensínverði og ég spái því að með sama áframhaldi þá verði bensín og olíuverð komið langt yfir 200 kallinn áður en árið er á enda og það ríkisstjórnin á að gera til að sporna við þessu er að minnka eða afnema skattinn sem af þessu verði hlýst,nú vörubílstjórar hafa mótmælt þessu gengdarlausa bensínverði með því að stöðva umferð en þá kallar Geir H Haarde þá glæpamenn en meira um forsætisráðherrann hér á eftir.

Matvælaverð hefur þrefaldast á engum tíma og er að verða erfiðara og erfiðara að eiga fyrir salti í grautinn því allir vilja sneið af kökunni, matarkarfa sem áður kostaði um 5000 krónur kostar í dag á milli 8 og 10 þús krónur,það eina sem ég sé í stöðunni er að ríkisstjórninn hreinlega banni frekari verðhækkanir.

Það virðist vera einhver tíska þessa mánuðina hjá Seðlabankanum  að halda stýrivöxtum of háum til að sporna gegn verðbólgudraugnum en staðreyndin virðist þó sú að það hafi gersamlega mistekist.

Aðeins að krónunni en engu virðist líkara en að hún sé handónýtur gjaldmiðill og upptaka annaðhvort evru eða bandaríkjadalls virðist vera málið,flest fyrirtæki gera upp í evrum svo ég legg til eins og fleiri að krónunni verði skipt út fyrir evruna.

En hvað gerir hæstvirt ríkisstjórn í málinu? jú,akkúrat ekkert heldur er nú talað um að breyta eftirlaunafrumvarpi þingmanna í stað þess að leysa þann vanda sem að steðjar í íslensku þjóð og hagkerfi.

Geir H Haarde(Hæstvirtur forsætisráðherra) vill ekki gera neitt og lokar eyrunum.

GEIR.FARÐU AÐ HLUSTA Á ALMENNING Í ÞESSU LANDI MAÐUR.

Mín lausn: Hefja á könnunarviðræður að ESB og kanna kosti og galla þess að sækja um,að mínu mati eru kostirnir fleiri og eru eftirfarandi:

Matarverð myndi lækka heilmikið og myndi gera fólki kleift að versla inn á mannsæmandi verði,vextir myndu snarminnka,það myndi engu breyta hvor veiðir fiskinn í sjónum,kvótakóngur af íslandi eða spanverjar en það sem myndi endanlega stöðvast við inngöngu í ESB er þessi gígantíska einkavinavæðing.

Hvað varðar hátt bensínverð er lítið hægt að gera nema ríkið afnemi vaskinn að verðinu annars ræðst bensínverð af heimsmarkaðsverði og víð því er ekkert hægt að gera.

                                                    KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, athyglisverður pistill.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 13:43

2 identicon

Glæsileg færsla og nánast allt rétt í henni,meira af þessu Maggi.

MERKILEGT AÐ AÐRIR SKULI EKKI KOMMENTERA Á ÞETTA,ERU ALLIR HRÆDDIR EÐA HVAÐ?

Krstófer. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:13

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessari grein þinni Maggi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill Maggi.

Óskar Þorkelsson, 14.5.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Virkileg flott færsla og ég er 100% sammála.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn.

Dugnaðar strákur ertu. Fínn pistill. Set bara eina spurningu við ESB. Líst ekkert á að gefa sjálfstæðið okkar þessu liði úti í Evrópu. Svona er ég nú rugluð.

Vona að þú hafir fengið póst frá mér þar sem ég sagði ykkur að ég yrði að vanrækja ykkur. Er að reyna að kíkja á ykkur aftur núna.

Guð veri með þér kæri bloggvinur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert kjarnyrtur í dag. Það er gott að láta hnippa í sig svo maður sofni ekki á verðinum.   Bestu kveðjur til þín.

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.5.2008 kl. 19:56

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:12

9 Smámynd: Ragnheiður

Kveðja til þín Magnús, fínn pistill hjá þér

Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er ánægð með þig! Flottur pistill

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 23:50

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill hjá þér Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:48

12 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Flott Maggi. Láta heyra í sér.

Anna Kristinsdóttir, 15.5.2008 kl. 10:08

13 identicon

Flott færsla Magnús

Kveðja

Jac

Jac Norðquist (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:09

14 identicon

Þessu liði sem ræður hérna á þessu landi er alveg nákvæmlega sama um fólkið fólk verður að fara að fatta það.Þeir eru með milljón á mánuði og þótt þeir borgi einhverja þússundkalla til eða frá skiptir þá engu máli.Sá dagskrá Alþingis er eitthavð sem snýr að þegnum þessa lands svarið er nei.segum STOPP og hættum að láta traðka á okkur.

jón (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:07

15 identicon

Áhugaverður pistill.Kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:52

16 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er nú bara alveg sammála þessu hjá þér. Stjórnin er búin að hlusta nógu lengi á fólkið í landinu til að skilja að það þarf að gera eitthvað til að hjálpa.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 22:26

17 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk elskurnar,þetta hvetur mann einfaldlega áfram í því að skrifa kjarnyrta pistla.

Magnús Paul Korntop, 16.5.2008 kl. 07:10

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistill hjá þér Magnús minn kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 17:03

19 Smámynd: halkatla

humm, mér finnst sorglegt að fólk vilji dömpa krónunni vegna þess að markaðsgansterar hafa misnotað hana, og einsog staðan er í heimsmálum í dag mun matarverð hækka allsstaðar á næstunni og kreppa myndast, kannski verður staðan eitthvað skárri í Evrópu en annarsstaðar, en ég held að við fáum ekkert útúr því að ganga í klúbba og bandalög sem hafa yfirstjórn með málum okkar... ég algjörlega ósammála en þetta er flottur pistill og ég get svosem skilið hversvegna margir eru sammála þér og að vonast eftir því að þetta bæti eitthvað ástandið - ég get alveg viðurkennt það að ástæðurnar sem ég hef fyrir að vera á móti eru yfirborðskenndar, og byggðar á tilfinningarökum.

halkatla, 17.5.2008 kl. 12:53

20 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta er ekki spurning um að vera sammála eða ósammála mér heldur þarf að gera eitthvað nýtt þegar gömlu aðferðirnar ganga ekki upp en þú hefur þína skoðun og ég mína og þannig á það að vera,fólk á að vera málefnanlegt og geta tekið rökum en við stöndum á okkar skoðunumþá við séum ekki sammála.

Magnús Paul Korntop, 17.5.2008 kl. 13:00

21 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég ætla að leyfa mér að koma með smá hugsanir sem eru kannski ekki alveg sammála þér. En góð umræða snýst jú um að bera saman fleiri en einn kost.

Olíuverð.

Olían hefur hækkað gríðarlega, án þess að það sé nein raun ástæða fyrir hækkuninni. Heldur er hún alltaf seld hæstbjóðanda hverju sinni og því geta væntingar og ótengdir atburðir haft áhrif á verðið. En olían lýtur hefðbundnum áhrifum framboðs og eftirspurnar. En í dag sjáum við verðhækkanir, þrátt fyrir að enn sé nægt framboð. Verðhækkanir sem virðast eiga rót sína í áhyggjum kaupmanna.

Og olíuríkin og olíustórfyrirtækin græða á tá og fingri. Það kostar þá kanski 20 dollara á tunnuna að ná í olíuna, en þeir eru að fá borgað á markaði 120 dollara.

RUGL!

Hvernig væri ef ríkisstjórnir á vesturlöndum myndu bara HÆKKA verulega álögur á á allt eldsneyti. Segjum 50 kall á hvern líter. (hér væri það þá úr 53 krónum í 103 krónur).

Hvaða áhrif hefði það?

Jú - við myndum lenda í svaka verðhækkunum. En miðað við sömu notkun myndi það þýða tekjur í okkar sameiginlega sjóð upp á 15. milljarða. En fyrir þann pening gætum við haft frítt í strætó (og mikið fleiri strætóferðir), niðurgreitt landflutninga og jafnvel lækkað tekjuskattinn svolítið. (þennan pening sem tekinn er af launum okkar um hver mánaðarmót).

En það yrði til þess að notkun á eldsneyti myndi minnka mikið. Óþarfa akstur hyrfi og fólk myndi hugsa sig um fyrir hverja ferð (eða notaði strætó og reiðhjól).

En þetta hefði þau áhrif að EFTIRSPURN eftir eldsneyti myndi minnka mikið. Og ef allar olíuneysluþjóðir stæðu saman um þetta. Þá myndi það hafa veruleg áhrif á heimsmarkaðsverðið. Því allt í einu myndu allir tankar fyllast af eldsneyti sem engin vildi kaupa. (því það væri svo dýrt). En auðvitað myndi verðið lækka hratt, spákaupmenn myndu að sjálfsögðu kaup olíu af þeim sem biði lægst verð. Því hinir myndu ekki selja.

Þannig gætum við á endanum (eftir nokkra mánuði eða eitt ár í dýru eldsneyti) vera með sama eldsneytisverð, en auka 15 milljarða í ríkissjóð á hverju ári, sem við gætum notað í eitthvað gott fyrir okkur sjálf. Í stað þess að þessir 15 milljarðar lendi í vasa risaolíufyrirtækja og einhverra olíufursta.

Er það ekki betri lausn til lengri tíma?

Matvælaverð.

Hvernig ætti matvælaverð að hækka? Við flytjum stærsta hluta okkar mætvæla tollfrjálst frá ESB. Það myndi ekkert breytast. Bændur á Íslandi fá jafn mikið fyrir vörurnar sínar og bændur í ESB. Styrkir í ESB eru eins. Að því viðbættu að greiðslur frá okkur í ESB væru líka notaðara í að styrkja olífubónda á Ítalíu, auk þess að styrkja íslenska bændur. En svo fengju ESB fiskin okkar ódýrar, því þá gætu spænskir togarar komið hingað og veitt fisk á Íslansmiðum. Þó vissulega fengju kannski Íslenskir togarar að fara á spænsk mið til að veiða í staðinn. (við fengjum bara enga skatta af íslenska fiskinum og hefðum minna um það að segja hvenær, hvar og hversu mikið yrði af honum veitt.)

Vextir.

Stýrivextir myndu vissulega lækka. En stýrivextir gera það að verkum að vextir á Íslenskum lánum eru háir, en vextirnir renna í seðlabankann og vasa íslenskra banka.

Ef stýrivextir yrðu lækkaðir, þá hefðum við meiri pening (vaxtamuninn) í einhvern tíma. En það hefði það áhrif að þegar við keyptum eitthvað, þá yrði meiri eftirspurn eftir vörum (kemur aftur þetta með framboð og eftirspurn), en mikil eftirspurn skapar aðstæður þar sem hæstbjóðandi fær vöruna. (alveg eins og eftirspurn eftir olíu hækkar verð á olíu) þá fengjum við bara meiri VERÐBÓLGU. En sem dæmi, þá er núna 17% verðbólga í Lettlandi en þeir eru í ESB og myntin þeirra fastbundin EVRU. Sem þýðir að þeir geta ekkert gert í verðbólgunni. Nema skapa atvinnuleysi. En þegar fólk er atvinnulaust, þá getur það ekki eytt peningum og því minnkar eftirspurn. Sem dregur úr verðbólgunni.

Hvort vilt þú frekar. Háa vexti og vinnu - Eða lága vexti og atvinnuleysi? En mikið atvinnuleysi lækkar líka laun hjá þeim sem hafa vinnu. Því (en komum við að framboð og eftirspurn) svo margir eru tilbúnir að vinna starfið, að atvinnurekendur geta borgað lægri laun.

ESB hefur svo engin áhrif á einkavinavæðinguna. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, nema fjölmiðlar sem segja frá því og kjósendur sem refsa þeim sem það gera.

Og að lokum. Hvernig væri verðbólgan ef ekki væru svona háir stýrivextir?

Júlíus Sigurþórsson, 17.5.2008 kl. 15:18

22 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir þetta Júlíus og margt þarna sem kom fram þó ég sé ekki sammála öllu sem þú segir hérna þá er umræðan góð og þörf þó menn greini á en til þess er einmitt leikurinn gerður hér á blogginu að umræður og skoðanaskipti skapist en þakka þér fyrir þessar upplýsingar.

Magnús Paul Korntop, 17.5.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 205202

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband