Hátt bensínverð og frábær leiksýning.

Það hefur ekki farið framhjá neinum undanfarnar vikur og mánuði að bensínverð hefur rokið upp og er að stefna í áður ókunnar hæðir hvað verð varðar en síðast þegar ég leit á bensíndælu í kvöld var líterinn kominn í 147 krónur tæpar og verð á díselolíu var í 154 krónum en fyrir ári kostaði líterinn 117 krónur og með sama áframhaldi þá rýfur bensínverð 200 króna múrinn í lok árs.

Hef ég heyrt það á konunni minni og fleirum sem reka bíl að æ erfiðara sé að halda honum gangandi vegna einmitt tíðra hækkana á bensíni sem sagt er stafa af háu heimsmarkaðsverði en staðreyndin er sú að þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru bara aðrar ástæður fundnar ef ef heimsmarkaðsverð hækkar þá er hækkað umsvifalaust um 2-3 og allt upp í 5 krónur líterinn og skilst mér að það kosti orðið á annann tug þúsunda að fylla bensín á bíl það er nokkuð mikið finnst ykkur ekki?það finnst mér allavega.

Af hverju kemur ríkið ekki til móts við bifreiðaeigendur og lækkar skatta eða annað í þeim dúr til að lækka bensínverð á Íslandi?
Nei auðvitað gerir ríkið það ekki því það kemur neytendum til góða og ef eitthvað er gott fyrir neytendur þá er það þyrnir í augum ríkisins en vonandi sér ríkið að sér og spyrnir við fótum.
Vil benda ykkur á að kjósa í skoðanakönnuninni en þar er spurt hvort bensínverð sé of hátt á Íslandi segið ykkar skoðun og kjósið í könnuninni,því fleiri sem kjósa því marktækari er könnuninn. 

For með konunni í kvöld í Borgarleikhúsið  að sjá Jesús er kúl á stóra sviðinu og vorum við sammála um að sýningin hafi verið mjög góð í alla staði og leikurunum til sóma,Krummi söng Jesú með tilþrifum en að mínu mati var það frammistaða þess sem syngur hlutvert Júdasar sem vakti aðdáun mína en einnig stóð sú sem söng Maríu Magdalenu sig frábærlega en þessi uppfærsla er færð í nútímann og ætlaði að missa andlitið þegar strákur á reiðhjóli kom á sviðið í byrjun sýningar og einnig var atriðið sem gerist í Getsemanegarðinum fyndið en þar fór síðasta kvöldmáltíðin fram en þar var búið að breyta því í útihátíðarstemmingu menn drekkandi bjór,spilandi á gítar og frísbídiskum hent á milli manna en ekki ætla ég að segja of mikið um sýngu þessa en hvet ykkur bloggvinir og aðrir lesendur að kaupa miða á þessa sýningu og ég lofa að þið verðið ekki svikin af henni.

En nóg komið í bili-meira seinna og hafið það gott elskurnar.

                                       KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er rétt hjá þér með ríkið Maggi..þeim er skisama um þegna þessa lands, við erum bara hagtölur i excel skjali.

Óskar Þorkelsson, 9.3.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já bensínið er alltof dýrt. Kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 16:33

3 identicon

 frábært  bloog þetta er ekki að verða fyndið þetta verð

aileen

aileen (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Linda litla

Er ekki bara allt að hækka alltaf...

Linda litla, 9.3.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ísak: Ég tek nú Ferðaþjónustu Fatlaðra í og úr vinnu og heppinn er ég að vera ekki að reka bíl.

Óskar: Nákvæmlega og ekkert annað.

Kristín Katla: Get ekki verið meira sammála.

Aileen: Það er sko alveg rétt hjá þér að þetta er nú hætt að vera fyndið.

Linda: Það er alltaf verið að hækka hlutina hér á landi og breytir þá engu hvort um sé að ræða matvörur eða bensínverð enda er Ísland dýrasta land í heimi.

Magnús Paul Korntop, 9.3.2008 kl. 21:56

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Bíllinn er orðinnn dýr í rekstri, svo sannarlega. Vonandi fer bensínið að lækka aftur.

Ég er að fara að sjá La Traviata í Íslensku Óperunni þann 19. mars. Hlakka gríðarlega til

Rúna Guðfinnsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Magnús minn.
Þakka þér fyrir þennan magnaða pistil.
Oft hef ég tekið eftir því að það lækkar bensínverð á heimsmarkaði en þá hækkar bensínverð á Íslandi.
Furðulegt
Jesús er kúl
Kær kveðja
Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:05

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 þetta er barasta svinari þetta eldneytisverð/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.3.2008 kl. 14:57

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjört svínarí. Heiða er hætt að blogga í bili, allavegana. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 16:06

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Jæa,algert svínarí en Ásdís,já það hlaut að vera því ég skyldi ekkert í því hvers vegna hún hvarf af bloggvinalistanum en það hlaut að vera eðlileg skýring á því og vonandi kemur hún aftur jingað,ég bið að heilsa henni.

Magnús Paul Korntop, 10.3.2008 kl. 16:47

11 Smámynd: Kallý

Ég er að spá í að fara að hjóla eða labba. Það er heilsusamlegra og ódýrara! 

Kallý, 10.3.2008 kl. 17:50

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

þetta er orðið alltof hátt verð á bensíni

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:19

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Kallý: Hvað segirðu frænka?á að fara að hjóla í þessum snjó,ég bíð eftir vorinu til þess?hvað þá að labba,en eitthvað verða menn og konur jú að gera fyrst bensín og díselverð er orðið svona líka gígantískt hátt.

Já linda og hækkar meira eftir því sem á árið lýkur.

Magnús Paul Korntop, 10.3.2008 kl. 22:48

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Velkominn á bloggvinalistann minn

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 01:00

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir það Guðrún mín,sömuleiðis,vonandi eigum við góð samskipti hér á síðunni í gegnum commentakerfið.

Magnús Paul Korntop, 11.3.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 205196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

234 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband