Fínn dagur á enda.

Vinnudagurinn í dag var frekar léttur,raðaði í um 10 kassa og kláraði það og þá var klukkan um 2 og þá gekk einn af verkstjórunum framhjá og galaði upp"eigið þið til pökkunarverkefni fyrir nýliðann" og kom Lena niður með kassa af tommustokkum sem þurfti að setja á strikamerki og er það smá nákvæmnisvinna en ég held að ég hafi skilað henni mnokkuð vel,allavegana kom Lena niður að athuga hvort ég væri að gera rétt og fann ekkert athugavert svo að ég er að gera eitthvað rétt.

Þessi lena er dóttir eins verkstjórans og náum við einkar vel saman og er stundum að segja mér hvað sé næst og einnig segir hún mér hvernig best sé að gera það og svo leiðbeinir hún mér líka hvernig á að raða á brettin og er það fínt en einnig segir hún mér hvað sé illa séð eins og t.d að tala í síma í vinnutíma nema það sé nauðsynmlegt,en  er mér nokk sama þótt hún segi mér fyrir verkum þótt hún sé ekki verkstjóri en hún veit alveg hvað hún er að gera,fín stelpa þessi Lena og gaman að kynnast henni.

Árshátíð fyrirtækisins er annað kvöld á Broadway og fer ég ekki þangað enda þekki ég engann og það bíður bara betri tíma að kynnast vinnufélögum svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því.

Svo í kvöld kom Aileen og horfðum á Gettu betur,tókum smá Trivial og kjöftuðum saman og var þetta gott kvöld í alla staði en hún er mjög happy yfir því að kallinn sé kominn út á almennann vinnumarkað og það er ég að sjálfsögðu líka.

Helgin verður bara tekin rólega og safnað kröftum fyrir næstu viku en þá er fyrsta heila vinnuvikan mín í mörg ár á almennum vinnumarkaði og ætla ég að glápa á sportið og blogga nokkur blogg og hafa það bara næs og kúl.

En hafið það gott elskurnar og njótið helgarinnar í botn-það ætla ég að gera.

                                                 KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flott Magnús þú stendur þig vel það er gott/Hafðu góða helgi/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.2.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært að heyra af þessu með vinnuna. Lena er greinilega góður vinur, hún er að kenna þér til að auðvelda þér starfið, veit örugglega að það er leiðinlegt að þurfa alltaf að vera að spyrja.  Njóttu starfsins kæri Maggi. Hafðu það mega gott um helgina.

p.s. fannst þér ekki Gettu betur spennandi??

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég horfði líka á Gettu Betur..ansi hreint spennandi þáttur..svona vægast sagt.

Gaman að heyra frá þér og vinnunni..segi eins og Ásdís..hún virðist fín stúlka, gott að hafa einhvern svona hauk í horni

Bestu kveðjur

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.2.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Frábærar fréttir. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2008 kl. 01:32

5 identicon

Þú ert allur að koma til í vinnu og með Lenu á þínu ábandi ertu í góðum málum hver veit nema að þú sérst næsti verkstjóri?

jon (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 02:15

6 identicon

Hæ Maggi. Frábært að þú ert kominn með vinnu. Til lukku með það.

Ég lét loksins verða af því að kíkja á bloggið þitt annars er ég ofsalega löt að lesa blogg enda mikið að gera hjá mér. Ég reyni að halda mínu bloggi gangndi til að hafa eitthvað til dundurs milli heimlisverka. Gott að allt gengur svona vel hjá þér, vona svo sannarlega að það haldi áfram. Gangi þér vel 

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 10:02

7 identicon

Til Hamingju með vinnuna, vona að þér gangi allt í haginn í nýju vinnunni. Og gerðu nú ekki einhvern skandall af þér í vinnunni, nei nei bara að stríða þér, en gangi þér allt í haginn og með LUKKU með nýju vinnuna.

Ína Valsdóttir og Sigurgeir Óskar Haraldsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:12

8 identicon

Flott að þér gengur vel Maggi minn, vinnan göfgar manninn. Og er ég handviss um að þér mun ganga vel.  Það er nógur tími til að fara að skemmta sér með vinnufélögum og þykir mér þú taka þessu öllu af mikillri skynsemi.

knús á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Dísaskvísa

Gott að heyra að þér gangi vel í vinnunni, þú átt eftir að standa þig með prýði er ég viss um.  Gangi þér vel og góða helgi

Dísaskvísa, 16.2.2008 kl. 17:24

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Flott hjá þér Magnús minn,vonandi hefur þú það sem best um helgina og farir vel með þig,ástarkveðjur Linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:07

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Lýst vel á þetta allt saman

Solla Guðjóns, 17.2.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband