Vörn.

Ekki hélt ég að ég þyrfti að verja mig eftir færsluna um múslímana en eftir þá færslu hef ég verið sakaður um fáfræði, og hatur á múslímum(Eyddi commentinu um mannhatur út en í því kom líka fram að ég væri illa skrifandi og að þessi Skúli væri bara að klappa mér á bakið bara af því ég væri sammála honum)hversu langt er fólk tilbúið að ganga í árásum sínum á mig? en Skúli gaf mér og öðrum lesendum innsýn í Kóraninn og er ég honum þakklátur fyrir það,TAKK ENN OG AFTUR FYRIR ÞITT INNLEGG SKÚLI.
Ég sagði í endann á umræddum pistli að ég hefði ekkert á móti aröbum/múslímum en það hefur greinilega farið heldur illa í suma,sorrý lesa betur.

En þá að fáfræðinni,ég vissi þegar ég skrifaði pistilinn að Íranar væru flestir persar en þeir eru íslamstrúar ekki rétt?halda upp á Ramadam(Föstumánuður múslíma)og styðja öfgasinnaða múslíma t.d í Palestínu,Írak svo dæmi séu nefnd enda íranar strangtrúaðir.

Því miður þá er fáfræði okkar íslendinga mikil þegar kemur að aröbum og þessi pistill langt frá því gallalaus og örugglega einhverjar gloppur í honum og þá er gott að fá einhverja sem vita eitthvað meira en ég um lifnaðarhætti þeirra,menningu og listir,en fáfræðina verður að minnka og það gerist með aukinni fræðslu.

Þessir pistlar eru skrifaðar út frá eigin hugleiðingum mínum um múslíma og kanski ekki allt rétt sem þar er að mér sé illa við múslíma er argasta kjaftæði,ég styð sjálfstætt ríki Palestínuaraba og vona að það komist á koppinn í náinni framtíð.
Öllum ásökunum um hatur í garð múslíma vísa ég til föðurhúsanna.

P.S:Ef einhverjir vilja leiðrétta mig þá vil ég að það sé gert á skynsamlegum nótum því ekki er ég undanskilinn fáfræði um þetta málefni.
ÖLLUM COMMENTUM SEM INNIHALDA SKÍTKAST EÐA ÁRÁSUM Á MÍNA PERSÓNU VERÐUR UMSVIFALAUST HENT BURT.

                         KV:Korntop

                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég las pistilinn um Múslima og þennan að ofan og fannst þeir góðir,Skúli er væntanlega sérfræðingur í málefnum araba,og gaf þér og öðrum góðar skíringar.Haltu áfram Magnús að viða að þér efni um Múslima.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.11.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl María Anna: Já líklega er Skúli sérfræðingur í trúarbrögðum almennt án þess að ég vilji fullyrða það,það má vel vera að ég viði að mér frekari upplýsingum um araba ug bloggi um það síðar.

Magnús Paul Korntop, 14.11.2007 kl. 16:02

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Veistu hvað, við erum mörg fáfræð um múslíma yfirhöfuð, af því að margir vilja ekki kynnast þeirri trú eða lesa sér til um þeirra kúltúr, o.s.fr., en þetta er nauðsynleg umræða. Múslímar eru fólk í þessum heimi eins og við, og eru oft misskildnir, aðallega útaf öfgakennda fólkinu sem flýgur flugvélum inní Twin Towers og Pentagon. Það eru miklu fleiri menn sem tilheyra þeim hópi sem er ekki öfgakenndur og ofbeldishneigður, en því miður heyrum við ekki mikið talað um þann hóp. Til dæmis, þegar stríðið í Írak er nefnt hér í bandarískum fjölmiðlum, þá er alltaf talað um blóðbaðið á amerískum hermönnum, mjög sjaldan, ef aldrei, er minnst á þann stóra hluta af saklausum konum, börnum, og mönnum, sem hafa látið lífið í Írak, án þess að hafa nokkurntímann gert neinum eitt né neitt.

Já, oft er fáfræðin mikil, en ég skora á þig að halda ótrauður áfram að fræða sjálfan þig, og okkur hér sem lesa bloggið þitt, um múslíma og hvað annað sem við erum fáfróð um. Við getum öll lært um nágrannann, og múslímar hafa jafn mikinn rétt á sinni trú eins og við höfum á kristnitrúnni, öfgahópar eru alls staðar, en þeir eru ekki meirihlutinn, við skulum reyna að muna það....

Bertha Sigmundsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:48

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Bertha:Já,við erum mjög fáfróð um múslíma yfir höfuð því margir dæma þá  fyrirfram vegna öfganna sem þeir bera til trúarinnar og er skemmst að minnast 11 september eins og þú gerir  með að minnarst á Twin itowers og Pentagon einnig er kúltúr þeirra okkur torskilinn en vitaskuld eru einnig hófsamir arabar og þekki ég amk 4 sem hér búa.

Já,Bertha,ég mun viða að mér meira efni um araba(veit hvar ég fengi það)og blogga um það síðar en takk fyrir þetta comment.

Magnús Paul Korntop, 14.11.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Linda

Vandamálið er ekki hin almenni Múslími, heldur eru það 10% sem aðhyllast öfgakenndar kenningar, þar sem þeir koma, vaða þeir yfir trúbærður sína, sjá Palestínu og hluta Líbanons núna Íran og kveða þeirra hófsemi niður, rökin sem þeir notast við eru "ef þið trúið og gerið ekki eins og við gerum, sem er að fylgja nákvæmlega eftir því sem er í Qur'an og Hadith" þá eru þið einfaldlega trúleysingjar og réttdræpir, fyrir þessum öfga mönnum eru hógfærir Múslímar það versta sem til er.

Við verðum að mun að þegar við tökum gegn þeim sem tala gegn öfga Íslam þá erum við á sama tíma að berja niður þá Múslíma sem þora að standa upp í þessum vörgum og berjast með okkur gegn öfgum, við gerum lítið úr þeirra líðræðislega rétti til þess að vera frjáls óháð trú.  

Linda, 17.11.2007 kl. 07:18

6 Smámynd: Linda

" lölum gegn þeim átti þetta vera Ekki tökum gegn þeim" sorry :(

Linda, 17.11.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 205249

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband