Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Helgin.

Helgin hófst í gær með því að ég fór í Kringlunna með þeim feðgum Ottó og Ottó Bjarka að sækja miða á ABBA sýninguna sem verður í Og Vodafone höllinni 8 nóvember,síðan borgaði ég sjónvarpspakkann minn,fór í banka að taka út pening og bauð svo litla kút í mat á Mc Donalds.

Þaðan fór ég í Austurbergið og var kynnir á leik ÍR og Haukar U(yngri,ungir)sem við unnum 33-28.

Í dag er það svo bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis á Laugardalsvelli klukkan 4 og ætla ég að vona að Fjölnir vinni þennann bikar,alltaf gaman að fá ný nöfn á bikara og gildir þá einu hvort um sé að ræða íslands eða bikarmeistaratitil.

Um kvöldið Ætlum við Aileen að sjá færeysku hljómsveitina TÝR á NASA við Austurvöll en þeir gerðu lagið "Ormurinn langi" geysivinsælt fyrir um 4 árum eða svo,en tónleikarnir hefjast klukkan 22(10) og standa til klukkan 1.

Sunnudeginum verður eytt í leti fyrir framan sjónvarp enda nægt sportefni í boði s.s NFL svo eitthvað sé nefnt.

Er að spá í að endurvekja liðinn "Fréttir vikunnar" hér á síðunni enda var vikan sem senn er á enda ekki viðburðarsnauð en nóg um það í bili,gangið hægt inn um gleðinnar dyr um helgina og farið vel með ykkur elskurnar.

                                              KV:Korntop


Efnislítil stefnuræða.

Þá er stefnuræðu forsætisráðherra og ekki annað hægt að segja en að ekki hafi mikill innmatur verið í þessari stefnuræðuog ekkert sem Geir H Haarde sagði af viti og ekki var mikið verið að telja kjark í þjóðina og ég fékk það á tilfinguna sem ég hef haft lengi að ríkisstjórnin er gersamlega ráðalaus og hefur engin útspil til að bæta ástandið eða gera líf fólks bærilegra,einnig er ljóst að peningastefna sjálfstæðisflokksins er gjaldþrota og nýrra úrræða er þörf,frjálst fall krónunnar er grafalvarlegt mál en forsætisráðherra hverju sinni verður að vera kjarkaður en ekki rembast eins og rjúpan við staurinn hjakkandi í sama farinu gerandi ekki neitt,slíkt gengur einfaldlega ekki .

Steingrímur J Sigfússon talaði hinsvegar kjark í þjóðina og var ræðumaður kvöldsins enda maðurinn reyndur í pólitík en lausnirnar sem hann kom með eru vel athugunar virði en ljóst er að grípa þarf í taumanna með öllum tiltækum ráðum þótt sársaukafullar séu.

Það sem ég vil sjá er að krónunni verði sökkt,tekin upp evra og sótt um aðild að ESB eða einfaldlega tekinn upp bandaríkjadalur því eins og ég sagði áðan þá er núverandi peningamálastefna gjaldþrota og ekki viðbjargandi.

Ég gæti sagt meira en ætla að láta það ógert og leyfa ykkur bloggvinir og lesendur góðir að commenta og segja ykkar skoðun.

Bara eitt að lokum:Burt með núverandi stjórnendur Seðlabankans og fáum inn menn og konur sem kunna að stýra peningum.

                                          KV:Korntop


Takið eftir.

Klukkan 8 í kvöld verður stefnuræða forsætisráðherra á alþingi og umræður um hana og er stefnuræðunni bæði útvarpað og sjónvarpað eins og venjulega.

Ég vil hvetja alla þá sem lesa þetta blogg að leggja við hlustir og taka eftir hvaða blautum tuskum hann hendir framan í almenning og hvaða lausnir hann er með upp í erminni í því efnahagsástandi og því ástandi á fjármálamörkuðum.

Ég vil meina að hæstvirtur forsætisráðherra Geir H Haarde sé í afneitun og því verður fróðlegt að sjá og heyra hvað hann segir í stefnuræðu sinni á alþingi í kvöld.

Endilega kjósið í könnuninni þið sem ekki eruð búin.

                                            KV:Korntop

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 205251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband