Landsdómur.

Þá er vitnaleiðslum og málflutningi landsdóms í máli ríkisins gegn Geir H Haarde lokið og aldrei held ég að saksóknari hafi gert sig að jafnmiklu fífli og einmitt nú.

 

Vitnaleiðslur voru á þann veg að hver benti á annann(embættismenn á bankamenn og öfugt)en í öllum tilfellum er Geir H Haarde saklaus af öllum ákærum því oftast voru ákvarðanir ekki í hans höndum heldur annara.

 

Ég yrði mjög hissa ef Geir yrði sakfelldur en held að það muni ekki gerast því til þess vantar saksóknara hreinlega sannanir.

 

Mitt mat á landsdómi er eftirfarandi:Leggið þetta fáránlega dómstig niður og það í hvelli.


I´m back.

Sælt veri liðið,bara stutt í þetta sinn,bara að tilkynna að ég hef ákveðið að byrja aftur að blogga enda nóg af skrípaefni í gangi.

 

Heyrumst -Korntop.


Sæl á ný.

Jæja,þá kemur ein færslan enda langt síðan eitthvað kom hérna inn, en nú er kominn vetur með öllu sem fylgir og líður brátt að jólum en nánar um það síðar.

Það er allt gott að frétta héðan og heilsan í góðu lagi so far en ég bíð eftir að komast til læknis til að hægt sé að ákveða næstu skref en hugsanlega verða 2 aðgerðir á næsta ári en bíðum og sjáum hvað setur.

Ríkisstjórnin er enn í barnaskóla að læra eitthvað gagnlegt en það eina sem hún virðist hafa lært er að skipta um skoðanir,ein í dag önnur á morgunn og svo einhver allt önnur þriðja daginn,áhugavert.

Ég er ekki í neinu stuði að skrifa en vildi bara heyra í mér-farið vel með ykkur.


Áfram gakk.

Seinustu vikur hafa ekki verið mjög viðburðarríkar hjá mér síðan ég bloggaði seinast að undanskildu því að ég átti afmæli og varð 45 ára og fagnaði því auðvitað með smá partýi en annars var ekkert áhugavert í gangi.

Meira var hinsvegar að gerast í fréttum og er allt með ólíkindum.

"Biskupsmálið" er hreint ótrúlegt og kirkjunnar mönnum til skammar og ég held að ekki muni sjatna mál nema núverandi biskup segi stöðu sinni lausri,það vill til að ég þekki eina af þessum konum sem töluðu og eru þær allar hetjur í mínum augum og annara og er það ekki furða þó fólk mæti í stríðum straumum og segi sig úr þjóðkirkjunni en það er búið að tala og fjalla það mikið um þetta mál að ég læt það ógert.

Ríkisstjórnin lengdi snöruna á hengingarólinni í gær með fækkun og sameiningu ráðuneyta og er það í mínum augum aðeins biðleikur því ég trúi ekki öðru en að þau mál sem við blasa eru einfaldlega of flókin og of mikill ágreiningur til að hægt sé að leysa þau,því ætti að kjósa sem fyrst eða skipa þjóðstjórn.

Nú er haustið komið og býð ég það velkomið með sinn vind en sumarið var að gera mig brjálaðann vegna OF mikillar sólar sem framkölluðu höfuðverk og migreni.

Skólinn hófst í gær og er ég glaður með það en læt þessu lokið að sinni,næsta blogg kemur þegar ég nenni og hef tíma,en farið vel með ykkur,það geri ég.

 


Kominn á stjá.

Sæl öll,þá er þessu sumarfríi sem ég tók mér lokið og mál að hefja blogg að nýju en samt með þeim breytingum að það sem er að gerast í mínu lífi hefur forgang.

Það þýðir að pistillinn um hamingjusömu hóruna verður settur í salt og þess í stað mun ég skrifa frá sjálfum mér og hvað er að gerast hverju sinni en inn á milli koma kanski pistlar um mál líðandi stundar en stundum nennir maður ekki að blogga um hvað þessi þrískipta ríkistjórn gerir eða hugsar því hún er jú gersamlega óstarfhæf en verst að "heilög"Jóhanna og "strengjabrúðan"Steingrímur átta sig ekki á því og gera bara tómt bull

Engin kviðslitsaðgerð verður gerð að sinni sökum ofþyngdar minnar og er ég í startholunum að létta mig og líklega endar það með hjáveituaðgerð og yrði það bara fínt.

Ég er óvenju hress og glaður þó hitinn fari stundum alveg með mann.
en hafið það gott og heyrumst fljótlega.


Áfall.

Ég vildi bara láta vita að ég er kominn með kviðslit og þarf í skurðaðgerð síðar á árinu og ekki víst að ég lifi það af sökum þyngsla.

Enginn getur ímyndað sér hversu mikið áfall þetta er fyrir mig en þó mátti búast við þessu miðað við umrædda þyngd en mér var sagt að ef ég færi ekki í þessa aðgerð væri hætta á að þetta versnaði og leiddi mig til dauða þannig að aðgerðin verður ofan á,það getur allavega ekki versnað.

Ég hef ákveðið að taka þetta á bjartsýninni,gleðinni og gríninu sem ég er þekktur fyrir,þýðir ekki að væla neitt því slíkt hefur aldrei skilað neinu.

Ég bið ykkur sem bíðið eftir færslunum um hamingjusömu hóruna og lögleyðingu súludans með rökum að sýna mér smá biðlund í einhvern tíma.

kjósið í könnuninni.


Næsta pikk.

Næsta færsla verður um að ég vilji lögleyða súludans á Íslandi og mun færa fyrir því rök.

Einnig er smá pistill um hina hamingjusömu hóru í farvatninu.

Kjósið í könnuninni ef þið þorið,ég vil sjá 40-50 atkvæði áður en ný könnun kemur.

Takk fyrir.


Skýrslan.

Jæja,þá er hún komin út þessi margumtalaða skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis og eftir að hafa farið yfir hana á hundavaði þá er eitt sem slær mann en kemur ekki á óvart og það er það að enginn vill taka ábyrgð á gerðum sínum og er það alveg með hreinum ólíkindum,þvílíkur skamdall.

Að mínu mati að þá eru allir sem störfuðu og gengdu ábyrgðarstörfum í bönkunum,ráðherrar,þingmenn,útrásarvíkingar ofl sem ábyrgð eiga að taka á hruninu og ætti því samkvæmt öllu að "hreinsa" til eftir þetta fólk og koma því þannig fyrir að svona græðgi og spilling í þjóðfélaginu endurtaki sig ekki.

Ég vil að eftirfarandi verði gert og ekki seinna en í gær:

Eignir frystar og fangelsisdómar ekki undir 10 árum(Reynslulausn ENGIN)mætti vera lengri,þá kanski lærir þetta hyski vonandi hvernig á að haga sér í þessu landi.

Ég hef ekki lesið allar blaðsíðurnar 2600 til að komast að þessari niðurstöðu en eftir að hafa fylgst með fjölmiðlum að þá hefur það hjálpað mér að komast að þessari niðurstöðu,allir sem þátt tóku í dansinum kringum gullkálfinn eiga að skammast sín,þetta fólk hefur misst allt traust,hafa notað peninga okkar illa og ber að dæma samkvæmt því.

Ætlar enginn að tjá sig hérna?

 

 

 

 


1-2.

Sökum óvæntra anna við eitt og annað kemur færslan um skýrsluna annaðhvort á morgunn eða miðvikudaginn.

Þessi skýrsla er töluvert flókin en skilaboðin skýr,ég vonast eftir að fólk skammi mig eða samsinni mér vegna þess að svona er málið vaxið.


Á næstunni.

Jæja,þá hef ég meðtekið rannsóknarskýrslu Alþingis og líst vel á það sem þar kemur fram.

Ég mun innann 3gja daga skrifa mína skoðun ,þar mun einnig koma fram hvað mér finnst að eigi að gera við þetta glæpahyski.

En sjáumst aftur fljótlega.

PLÍS:Kjósið í könnuninni,þið sem það eigið eftir.


Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

280 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband