Ja hérna.

Eins og gengur og gerist þá þarf ég eins og hver annar að versla til heimilisins og það gerði ég fyrir um 1/2 mánuði í ónefndri búð í Reykjavík og varð vitni af hreint ótrúlegum hlut og skal sagan sögð hér og skal tekið fram að ég varð nánast kjaftstopp og þarf mikið til að það gerist.

En þennann dag fór ég eftir vinnu að versla það sem mig vantaði sem var ýmislegt og fór svo að kassa til að borga.

Nema hvað á á undan mér voru hjón með hvorki meira né minna en 16 pakka af hrísgrjónum,ég hefði skilið það ef það hefði verið River Rice eða eitthvað álíka en nei þau höfðu keypt 16 pakka sem hver um sig vóg 5 kg sem þýðir að heildarþungi grjónanna var heil 80 kg, VÁ,80 kg og enn í dag velti ég því fyrir mér hvað fólk hefur að gera við hrísgrjónamagn upp á 80 kg?Það eina sem ég sé í þessu er kanski sparnaðurinn í kreppunni,mér varð allavegana svo mikið um og ég hef aldrei séð keypt svo mikið magn í einu að ég ákvað að blogga um þetta.

Munið að kjósa í skoðanakönnuninni.

                                                  KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski reka þau mötuneyti

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Hólmdís: Kanski,vwit ekki,ég hef bara aldrei séð það áður að það séu keypt 80 kg af hrísgrjónum,og svo hélt ég að mötuneyti pöntuðu matinn af fyrirtækjum en hvað veit maður svo sem?

Magnús Paul Korntop, 23.10.2008 kl. 03:59

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjá mér hverfa um 15 kg af hrísgrjónum á mánuði og við erum 2 í heimili... 80 kg er ekkert sérstaklega mikið en ég mundi ekki fara í bónus til að kaupa þau heldur í Mai thai td við hlemm.

Óskar Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 12:09

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Datt sama í hug og Hólmdís en ef þau eru að kaupa til heimilins eru þau bara brjáluð í mínum huga. Slæmt væri ef við hömstruðum öll því það stuðlar að vöruþurrð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.10.2008 kl. 19:03

5 Smámynd: Ragnheiður

vá...þá er kannski ekki að undra að vöruskortur geri vart við sig

Ragnheiður , 23.10.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Óskar: Ekki fór ég í Bónus en bara fyrirgefðu vinur að mér finnst 80 kg gígantískt mikið.

Sæl Jórunn: Sama svar til þín og Hólmdísar.

Sæl Ragga: þetta var nú alveg einstakt tilfelli held ég,þetta er bara svo sjaldgæft að maður sjái svona að ég varð að minnast á þetta.

Magnús Paul Korntop, 23.10.2008 kl. 22:47

7 identicon

asíufjölskylda borðar um það bil 10 kg af grjónum á viku, þetta er því ca. 2 mán. skammtur.

qq (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband