Bloggstopp.

Sökum þess að ég og vinur minn eigum enn eftir að setja upp tölvuna eins og hún á að vera verður ekkert bloggað fyrr en því verki er að fullu lokið og vonandi verður því verki lokið í næstu viku en það er bara spurning hvenær ég get tekið á móti vini mínum því ég er mjög oft busy eða þá þreyttur eftir vinnuna.

Ég hef enn ekki komist á aðrar bloggsíður sökum tímaskorts en það stendur allt til bóta elskurnar síðar þegar allt er komið í lag.

Annars er allt sæmilegt að frétta af mér nema að mér líður ekki vel á nýja staðnum,mér finnst eins og þessi 12000fm2 gínald ætli að gleypa mig og ef ekkert hefur lagast á næstu 1-2 mánuðum þá hyggst ég segja upp störfum og biðja AMS um að leita að nýrri vinnu fyrir mig því að ef manni líður ekki vel á vinnustað þá gengur þetta einfaldlega ekki upp svo einfalt er það,hinn staðurinn var mun betri, stór enn ekki jafn víðáttumikill,en ég ætla að gefa þessu tíma og sjá svo til,ráðfæri mig t.d við AMS áður en drastískar ákvarðanir sem maður sér svo eftir.

Fyrir utan þetta líður mér mjög vel og hef farið á marga leiki í Landsbankadeild karla í knattspyrnu,síðast í gærkvöldi þegar Valur heimsótti KR vestur í bæ og sigraði 1-2 og ætla ég að halda áfram að sjá sem flesta leiki og þar sem ég held með engu sérstöku liði í deildinni er það enn betra,ég er hlutlaus á vellinum því ég hef engra hagsmuna að gæta enda liðið mitt í annari deild(ÍR),næst er stefnan sett á FH-Fylkir í Kaplakrika á sunnudaginn kl 8.

Svona líða dagarnir meðan konanér í útlegð í Skotlandi en hún kemur nú brátt aftur þessi elska.

En nóg bull í bili-meira fljótlega elskurnar.

                                               KV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Don´t stop living.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gangi þér vel í tölvumálunum minn kæri og góða skemmtun á vellinum um helgina.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn.

Gangi þér vel og góða helgi.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:03

5 identicon

Maggi það er leikur á ÍR-vellinum í dag laugardag kl:14.00

ÍR - Höttur     Njalli Eiðs og liðið hans

Bjössi (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Gangi þér vel á nýja staðnum, farðu jákvæður á stað en hikaðu ekki við að hætta ef svo fer, því vinnan er manni næstum allt. kveðja og góða helgi

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband