Mér er gróflega misboðið.

Ég ætlaði ekki að blogga um þennann nýja meirihluta í borginni en gat ekki annað þegar ég heyrði hvaða vinnubrögð voru notuð við gerð hans og það verð ég að segja eins og er að siðferðiskennd minni var svo gróflega misboðið að engu tali tekur,en skoðum þetta mál aðeins frá því hvernig ég sé það.

Frá því meirihluti sjálfstæðis og framsóknarflokks sprakk í október vegna ótrúlegs klúðurs Vilhjálms Þ Vilhjálmsonar(þáverandi borgarstjóra) og nýr meirihluti vinstrimanna tók við hefur sjálfstæðisflokkurinn verið að biðla til annara flokka til að komast til valda í borginni á ný og að lokum tókst honum það með lúalegum aðferðum og bauð m.a Ólafi F Magnúsyni borgarstjórastólinn sjálfan sem skiptimynt.

Munurinn á myndun þessara tveggja meirihluta er sá að i meirihlutanum sem sprakk í október var um MÁLEFNALEGAN ÁGREINING að ræða sem ekki var leystur og því fuðraði hann upp,og vinstrimenn tóku við og voru bara að gera ágætis hluti af því ég fékk best séð en þessi meirihluti er myndaður kringum mikið valdabröld þar sem leynifundir og baktjaldamakk réð ríkjum,ekki var hægt að ná neinum í núverandi meirihluta í síma og annað í þeim dúr.

En eins og áður sagði voru sjálfstæðismenn ALLTAF á hnjánum að biðja aðra flokka að starfa með sér en enginn treysti honum en á mánudaginn síðasta tókst þeim að fá Ólaf F Magnúson til liðs við sig og sagði Ólafur að F listinn ætti erfitt með að koma sínum málum að í vinstri meirihlutanum og þetta gerði Ólafur án þess að tala við varamann sinn Margréti Sverrisdóttur og því er málum þannig komið núna að ef hann verður veikur þá tekur Margrét sæti hans en þar sem hún er mótfallin nýjum meirihluta þá mjög líklega sprengir hún þennann meirihluta,sem sagt Ólafur er með ekkert bakland og lék einleik sem endar með ósköpum það er alveg á kristaltæru.

Á borgarstjórnarfundi á að mig minnir miðvikudag(Þá leiðréttið þið mig bara)kom ungt fólk í Ráðhúsið til að mótmæla þessum gjörningi og það verð ég að segja að þau mótmæli fóru algerlega úr böndunum og voru þessu unga fólki til skammar,það er í lagi að mótmæla og fólk á að mótmæla hlutum enn að mínu mati þá þarf það að gerast á vitrari hátt,ok fólkið var mjög reitt yfir þessum fáheyrða gjörningi en að hrópa frammí og trufla fund með hávaða, látum og ljótum munnsöfnuði til að trufla ræður sitjandi borgarfulltrúa á ekki að líðast.

Að lokum þetta: Mér finnst að gefa eigi þessum meirihluta tækifæri þrátt fyrir að hann sé myndaður kringum valdabrölt og trúnaðarbrest í báðum flokkum en tek það þó fram að ég er á móti þessum meirihluta og spái því að hann fuðri upp áður en apríl gengur í garð, lýðræðið hefur orðið fyrir miklum skaða í borginni og traust borgarbúa á borgarfulltrúum hefur minkað til muna og í raun og veru ætti að kjósa aftur í borginni til að fá hreinar línur í þetta í eitt skipti fyrir öll.

Ég gæti sagt svo miklu meira um þetta mál en læt það ógert að sinni en ég er reiður yfir svona lúalegum aðferðum og eins og ég sagði í upphafi þá er mér GRÓFLEGA MISBOÐIÐ.

P.S. Ég vil minna á skoðanakönnunina hér til hliðar sem tengist þessu máli,kjósið og segið hug ykkar í þessu máli.

                            LIFI LÝÐRÆÐIÐ Í REYKJAVÍK.

                                 kV:Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Maggi minn.og takk fyrir síðast.

Þetta er mjög málefnalega sett fram hjá þér og það er margt sem slær mann alveg útaf laginu.Ég var sjálfur að blogga um sama fyrirbæri.

Heyrumst,og gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta var góð lesning hér í morgunsárið Maggi, takk fyrir þennan pistil.

Óskar Þorkelsson, 27.1.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

sorrý,þetta átti að vera svona

en ekki bara ÞETTA.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Adda bloggar

kvitt

Adda bloggar, 27.1.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hæ hæ..rétt að kvitta fyrir innlit og þakka góðan pistil .

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:18

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

kallin minn við verðum að gefa þeim tækifæri til að sanna sig!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.1.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Sammála Halla unga. Þurfum að stilla til friðar og sjá til. Mér finnst þessi borgarmál búin að vera rugl frá sl. kosningum. Villi lét Ólaf halda að þeir ætluðu að ræða saman en var á sama tíma að ræða við Björn Inga. Villi vissi miklu meira um Rei málið en hann vildi viðurkenna þegar upp komst um spillinguna í þessu máli. Björn Ingi var í forystu fyrir Rei málið sem mikil spillingarlykt var af.  Á meðan vann Svandís ötullega gegn þessari spillingu. Ég hefði viljað sjá fyrirtækið stofnað en á grunni heilbrigðis. Mörg tækifæri glötuðust erlendis eins og á Filippseyjum. Svandís var kosin maður ársins á Rás 2 og var ég alveg sammála. Hún var og er kjarnakona. Mörg skyndikynni endast ekki. Dagur fór á séns með Svandísi og Margréti og þau biðluðu til Björns Inga. Get ekki ímyndað mér að það hafi verið ljúf fyrir þau að vera saman í einni sæng þó að hún hafi verið í stærra lagi.  Samið á met tíma. Fólkið er mjög ólíkt og mjög ólíkar skoðanir. Svandís vann á móti  spillingu á meðan Björn Ingi vann ötullega að láta sína menn fá forkaupsrétt í fyrirtækinu og það voru m.a. flokksbræður hans eins og kosningastjórinn hans. Það átti að verlauna honum fyrir vel unnin störf. Ef vinstri menn ætla að ná saman verða þeir að stilla saman strengi sína fyrir kosningar. Þarf að skoða svo mörg mál og hafa góðan tíma. Ég vona að þessi meirihluti haldi úr því að þessi meirihluti er orðinn staðreynd. Komið nóg rugl og dýrt ef nýr meirihluti verður stofnaður og þá kannski þurfið þið að greiða 4 borgarstjórum laun í stað þriggja. Samskonar ástand kom upp í Vestmannaeyjum á síðasta kjörtímabili. Það urðu breytingar þrisvar eins og nú. Núna þurfið þið að sýna þessu fólki aðhald og láta í ykkur heyra. Mesta baráttumálið  að mínu mati er fólkið í borginni og við hvaða lífsskilyrði fólkið lifir. Hafa allir húsaskjól? Fá allir mat? Er réttlæti í heilbrigðismálum gagnvart borgarbúum. Ég hef heyrt að fólk þurfi að bíða í nokkrar vikur til að hitta heimilislæknir. Er það rétt? Tveir læknar borgarfulltrúar. Svo líkar mér ekki hvernig fólk hefur komið fram við Ólaf vegna veikinda hans. Allir geta orðið veikir hvort sem það er andlega eða líkamlega og þá er nú ekki það besta sem maður upplifir að fá spark frá fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og ungliðarnir voru til skammar í Ráðhúsinu því sumt sem þau hrópuðu var mjög ljótt eins og árásin á Ólaf sem var sjúkur. Svo er fólk hreykið af þessu og meira að segja fullorðið þroskað fólk.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Það er á hreinu að gefa eigi þessum nýja meirihluta tækifæri en hann er byggður á svo veikum grunni að líkja má þessu við að mála vegg á herðis. Annars stend ég við hvert orð í þessum pistli og gleymum því ekki að það eru ekki allir sjálfstæðismenn ánægðir með þennann gjörning heldur.

Magnús Paul Korntop, 28.1.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Rósa:Það er klárt að þessi meirihluti er staðreynd en það sem ég er aðallega ósammála eru þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við myndun þessa meirihluta.

Er sammála þér í því að árásirnar á Ólaf eru ekki sanngjarnar því það hendir jú okkur flest að verða einhverntíma veik á lífsleiðinni hvort sem það er andlega eða líkamlega.

Ég þekki Ólaf af góðu einu og Margréti líka og slæmt að þau séu ekki samherjar í þessu máli.

Hvað varðar mótmælinn í Ráðhúsinu þá vísa ég í færsluna og hef í raun ekkert við hana að bæta nema ég endurtek:Þessi mótmæli fóru úr böndunum og er þessu fólki til háborinnar skammar.

Magnús Paul Korntop, 28.1.2008 kl. 00:31

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri bloggvinur. Ég veit að þessi meirihluti er byggður á veikum grunni og mér fannst síðasti meirihluti líka vera byggður á veikum grunni því þau voru svo ólík. Þetta er búið að vera í algjöru rugli frá sl. kosningum. Mér finnst þið eigið betra skilið en þetta rugl. Breytingar aftur og aftur. Nú þurfið þið Reykvíkingar að veita þessu fólki aðhald og passið að þau stuðli ekki að spillingu. Haltu áfram og láttu liðið heyra það alveg sama í hvaða flokki þau eru.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:36

11 Smámynd: halkatla

mér er líka gróflega misboðið - en ekki yfir þessum pistli

halkatla, 28.1.2008 kl. 14:19

12 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Magnús minn, þetta er góður pistill hjá þér, mér fannst þessi mótmæli til háborinnar skammar í Ráðhúsinu í seinustu viku, hafði það á tilfinningunni að þetta var gert til að brjóta Ólaf F. niður. Ég verða að viðurkenna að borgarmálin eru búin að vera algjört rugl síðan í haust, en ég var ekki ánægð með allar hækkanirnar sem vinstri stjórnin dembdi á borgarbúa. Ég er mjög ánægð með að fá Július Vífil aftur í skólamálin, því það var hægt að tala við hann og hann gerði eitthvað í þeim kvörtunum sem komu frá foreldrum, get ekki sagt það um fyrri formann menntaráðs. En nú vona ég að það verði rólegt í borginni og að þessu valdabrölti er lokið. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 15:11

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Anna Karen:Takk fyrir þetta,það vill bara svo til að flestum er gróflega misboðið þegar svona handvömm á sér stað.

Ingunn: Þetta rugl hér í borginni okkar fer nú að vera svolítið hvimleitt og þessu rugli VERÐUR að fara að linna,traust borgarbúa á kjörnum fulltrúum hefur aldrei verið mikið og jókst ekki við þetta nema síður væri.

Magnús Paul Korntop, 28.1.2008 kl. 18:19

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er óttarlegt rugl allt saman, en góður pistill hjá þér Magnús.  Menn þurfa að fara að hugsa sig vel um og haga sér af viti, ekki eins og óþekktar angar.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 22:36

15 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Vel farmsett hjá þér Maggi..veit ekki alveg hvað ég á að segja en ef ég byggi í Reykjavík þá væri mér misboðið....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.1.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 205162

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband