Uppjör.

Þá er komið að uppgjöri mínu á EM í handbolta sem nú stendur yfir í Noregi og hér fáið þið bloggvinir og lesendurað sjá og lesa mitt mat á frammistöðu íslenska liðsins en ég tel mig hafa gott vit á handbolta almennt og ætla að vega og meta liðið hvað var gott og hvað var slæmt.

Plúsar:Markvarslan var í þokkalegu lagi allt mótið en stöðugleikann vantar samt enn því í nútíma handbolta verða menn að vera stabílir og verja 20+ skot í hverjum leik.

Hreiðar Guðmundson var að verja vel á köflum og ætti að mínu mati að byggja á honum og svo er Björgvin Páll Gústavson(Fram)óðum að verða betri og betri og er þetta að mínu mati framtíðarmarkverðir landsliðsins auk Birkis Ívars og erum við loks að eignast markverði síðan Einar Þorvarðarson hætti í landsliðinu fyrir um 15 árum og Guðmundur Hrafnkelson sem hætti fyrir 2 árum.

Einnig var varnarleikurinn í góðu lagi megnið af mótinu en samt voru gloppur hér og þar en ef við höldum vörninni eins og hún var 70% af mótinu og byggjum ofan á hana er framtíðin björt.

Mínusar: Sóknarleikurinn var í molum nánast allt mótið og áttum við eingöngu 1 og hálfan leik þar sem sóknin gekk vel(fyrri hálfleikur gegn slóvökum og svo gegn ungverjum)annars var sóknin hvorki fugl né fiskur og minnti oft á úldinn hafragraut þar sem nokkrir menn þorðu ekki að skjóta á markið en til að skora mark þarf jú að skjóta á markið ekki satt?

Byrjanirnar á sumun leikjum voru skelfilegar og þar voru leikirnir gegn frök´kum þar sem frakkar komust í 8-2 og gegn þjóðverjum þar sem staðan eftir 10 mínútur var 6-0 og báðir þessir leikir tapaðir ok þjóðverjar eru núverandi heimsmeistarar og frakkar núverandi evrópumeistarar en það er alger óþarfi að bera svona mikla virðingu fyrir þeim eins og raunin varð á í þessum leikjum,einnig virtist mest vera lagt upppúr leiknum við svía og gengið út frá því að það væri úrslitaleikur liðsins og eftir tap í þeim leik virtust strákarnir missa sjálfstraustið og kann það aldrei góðri lukku að stýra.

Einnig brugðust lykilmenn á löngum köflum og t.d hvarf Snorri Steinn gersamlega þar til kom að leiknum gegn ungverjum en þá loksins vaknaði hann til lífsins en þá var það bara allt of seint,sömu sögu má segja af Loga Geirsyni og Einari Hólmgeirsyni sem skutu ekki á markið langtímum saman en það á kanski sínar skýringar eins og ég kem að hér á eftir.

Auk þess meiðist Ólafur Stefánson í fyrstu sókn síðari hálfleiks gegn svíum og var ekki með næstu 2 leikina og kom á daginnað hans var sárt saknað í liðinu enda fyrirliði og heili liðsins

Undirbúningur liðsins: Undirbúningurinn fyrir mótið gekk ekki velvegna meiðsla og veikinda lykilmanna,byrjum á meiðslunum.

Arnór Atlason meiddist rétt fyrir mótið og fór í aðgerð og var úr leik á mótinu,Roland Eradze meiddist í fyrri hálfleik í fyrri æfingaleiknum gegn Tékkum á hálsi og var einnig úr leik.

Veikindi: Á æfingamótinu í Danmörku veiktist Sverre Jakobson af veirusýkingu og var lengi óvíst hvort hann yrði yfir höfuð með á mótinu en á endanum fór hann með en hvíldi 1-2 leiki vegna umræddra veikinda,einnig veiktist Jalesky Garcia af samskonar veiki og var nánast ekkert með á mótinu,endaði þetta þannig að hornamaðurinnGuðjón Valur Sigurðson spilaði vinstri skyttu megnið af mótinu og skilaði því vel.

Einnig kom í ljós að nokkrir voru hreinlega ekki í nógu góðri leikæfingu og er ég þá aðallega að tala um Einar Hólmgeirson og Loga Geirson sem hafa báðir verið jú meiddir en þegar þeir eru heilir þá fá þeir eki nægan spilatíma og eiga greinilega ekki uppá pallborðið hjá þjálfurum sinna liða í þýsku bundesligunni(Flensburg og Lemgo).

Væntingar: Ég er á því að væntingar hafi verið fullháar í byrjun því fannst leikir liðsins fyrir mótið ekki benda til þess að við kæmumst í undanúrslit enda var það raunin og 11 sætið niðurstaðan. 

Samantekt: Af öllu þessu verður ekki betur séð en að ýmislegt í leik liðsins er á uppleið þó ýmislegt megi bæta,t.d í varnarleiknum vantar bæði hæð og líkamlegan styrk og þarf ekki nema að benda á frakka og þjóðverja til að benda á góða hæð og líkamlegan styrk og verðum við að vinna í þessum atriðum á næstu árum.

Sókninn sem hefur oftar en ekki verið aðall liðsins gekk ekki upp að þessu sinni og virtust sumir ekki kunna kerfin en þetta verður lagað ég hef enga trú á öðru enda stutt í næsta mót sem eru ólympíuleikarnir í Peking í sumar.

Það er enginn heimsendir þó svona hafi farið nú því það kemur mót eftir þetta og þá gerum við betur ég efast ekki um það,en margt þarf að laga það er alveg klárt.

En nú er mál að linni að sinni,þátttöku íslands er lokið og bara að bíða eftir ólympíuleikunum en ef mig misminnir ekki þá eigum við eftir að spila í forkeppni HM sem verða væntanlega spilaðir í júní.

Nú er Alfreð Gíslason hættur sem þjálfari og vil ég fá Geir Sveinson og Sigurð Sveinson sem næstu þjálfara þá sæi Geir um varnarleikinn og Sigurður sóknarleikinn,þetta er mín ósk og von.

                               ÁFRAM ÍSLAND.

                                  Með handboltakveðju:
                                               Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært og nákvæmt uppgjör hjá þér

Linda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 03:22

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk LInda mín.

Magnús Paul Korntop, 25.1.2008 kl. 03:24

3 identicon

Nokkuð heilsteift uppgjör. Sáttur við það.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 04:00

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleymdi að óska þér til hamingju með Bóndadaginn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Magnús. Þetta var alveg ágæt samantekt hjá þér. Mikið um meiðsl og áföll og þeir sem voru búnir að eiga í meiðslum áður voru ekki búnir að fá næg tækifæri hjá sínum liðum til að ná fyrri styrk. Þetta eitt segir mjög mikið um hvernig fór en mér finnst strákarnir okkar hetjur. Þeir reyndu en þegar er svona margt að hefur það mikið að segja. Svo verðum við að muna eftir að við erum lítil þjóð og erum að keppa við þessa stóru Risa. Það eru margar þjóðir ekki þarna sem eru miklu stærri en við. Áfram Ísland og vonandi fá strákarnir bestu þjálfarana sem völ er á. Verum í bandi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð samantekt hjá þér Magnús minn.  Takk fyrir að gera þetta svona aðgengilegt fyrir okkur.  Helgarkveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er alveg sáttur við þetta uppgjör hjá þér. Þó vil ég segja það að við þurfum ekki endilega hávaxnara lið, en við þurfum bara að hafa leikmennina okkar í toppformi í svona sterku móti. Við erum að spila við öll sterkustu lið heims í þessu móti og eigum svo marga frábæra handboltamenn, en veikindi og skortur á leikæfingu ákveðinna manna voru að há okkur.

Við styðjum samt strákana. Skulum ekki kenna einum um ófarirnar, það á ekki við. Erum ánægð með frammistöðu Alfreðs í megindráttum. Frábær þjálfari.

Og að lokum; Ég vona svo sannarlega að hugmynd þín um Geir og Sigga verði tekin til skoðunar.  

Jón Halldór Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 13:05

9 Smámynd: Adda bloggar

gott og skemmtilegt uppgjör

Adda bloggar, 26.1.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband