Tap.

Núna rétt í þessu var að ljúka leik íslendinga og spánverja á EM í Noregi og lauk leiknum með öruggum spænskum sigri 26-33.

Fyrri hálfleikur var í lagi hjá strákunum þannig lagað en spánverjarnir samt alltaf með yfirhöndina og þeir leiddu í leikhléi 18-15 og allt gat gerst í rauninni.

Í seinni hálfleik fór allt í gamla farið,mikið af feilsendingum auk annara teknískra feila auk þess sem stemmingsleysi gerði vart við sig hjá strákunum og var engu líkara en að menn biðu eftir að mótinu lyki og var allt á sömu bókina lært,engin vörn,engin sókn og lítil markvarsla og þanig vinna lið ekki leiki svo einfalt er það.

Nú er beðið eftir hvort við náum ólympíusæti eða ekki og er það bónus ef það næst en íslenska liðið getur betur það vitum og því ekki heimsendir þó svona hafi farið nú.

Alfreð Gíslason tilkynnti á blaðamannafundi í Þrándheimi nú rétt í þessu að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari og skipti þá engu máli hvort við yrðum evrópumeistarar.

Gaf hann þá skýringu að hann gæti ekki boðið fjölskyldu sinni upp á þetta mikið lengur en eins og handboltaáhugafólk veit þá er Alfreð þjálfari þýska liðsins VFL Gummersbach,ljóst er að mikil eftirsjá er af Alfreð Gíslasyni sem landsliðsþjálfara og ég stórefa að nokkur landsliðsþjálfari  hafi verið jafn vinsæll í starfi og Alfreð Gíslason.

Ég vil hér með þakka Alfreð Gíslasyni frábært starf í þágu íslensks handbolta og óska honum velfarnaðar í starfi þjálfara Gummersbach.

                 Þakka þér fyrir okkur Alfreð Gíslason.

                               ÁFRAM ÍSLAND.

                               Með handboltakveðju.
                                           Korntop

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það  geta ekki allir unnið.

ÁFRAM ÍSLAND !

Linda litla, 24.1.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Jóhannes Krog

Hvernig væri að horfast í augu við það að "við" getum ekkert í þessari "íþrótt".  "Við" höfum ekki og munum ekki nokkurn tíma ná árangri á þessu sviði.   Maður þarf að vera verulega veruleikafirrtur til að hanga yfir leikjum með íslenska landsliðinu í handknattleik. 

Jóhannes Krog, 24.1.2008 kl. 16:42

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þeir eru barasta ekki góðir,því miður,það er bara staðreynd

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Jóhannes:Það vill bara þannig til að þegar handboltalandsliðið keppir á stórmótum þá horfir meirihluti þjóðarinnar á leikina og fylgist með og þannig hefur það verið í 20 ár þannig að ætlar þú að segja mér að þjóðin hafi verið veruleikafirrt í 20 ár?Einnig vil ég benda á að handbolti er sú íþrótt sem íslendingar hafa náð hvað bestum árangri í.

Linda Linnet:Við eigum sterkt landslið en það koma mót þar sem við náum ekki okkar besta en það er ekki heimsendir þó svona hafi farið á þessu móti,við gerum bara betur næst.

Magnús Paul Korntop, 24.1.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. Þá er þetta búið í bili en okkar menn eru duglegir og við verðum að muna að við erum lítil þjóð miðað við þá Risa sem við vorum að keppa við. Nú þarf að stokka spilin og gefa að nýju og svo kemur þetta. Ég er bjartsýn. Engin verður óbarinn biskup.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 22:48

6 identicon

ÁFRAM ÍSLAND

Linda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband