Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hvað myndi ég gera ef....?

Þetta finnst mér skipta öllu máli við skipulag og þjónustu við almenning í Reykjavík:

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og engin byggð né atvinnustarfsemi starfrækt þar.

ENGAR VIRKJANIR.

Ókeypis fyrir ALLA í strætó.

Minka biðlista eftir leikskólaplássi(leggja meiri pening í það dæmi)

Fjölga félagslegumíbúðum í borginni almennt.

Rífa húsin á Laugavegi 4-6 en ekki byggja háhýsi.

Byggja brunarústirnar í Austurstræti og Lækjargötu í upprunalegri mynd en ekki byggja háhýsi.

Halda borgarbúum vel upplýstum um borgarmálefni.

Finna annann stað fyrir Listaháskóla.

Efla löggæslu í borginni og gera lögreglu sýnilegri.

Selja REI og/eða aðskilja það við OR.

Ég man ekki eftir fleiru í bili en þið bloggvinir og lesendur ,sérstaklega þið sem búið í borginni,endilega segið mér ef eitthvað vantar og hvort þið séuð sammála mér í þessu eður ei.

Að endingu vil ég hvetja ykkur til að kjósa í skoðanakönnuninni.

                                        KV:Korntop


Sirkus.

Þá er enn einn sirkusinn hafinn í borgarstjórn  Reykjavíkur enda 4 meirihlutinn að myndast í borginni og er þetta einsdæmi og birtist það í því formi að Sjálfstæðisflokkurinn beitir öllum brögðum til að komast til valda og svífst einskis í þeim efnum og hlaupa m.a í ofboði niður brunastiga til að komast hjá ágengum spurningum fjölmiðla.

Það sem eftir stendur er m.a sú spurning hver sveik hvern og hver blekkti hvern  en svar við þeim spurningum verður víst seint svarað eins og öðrum.

Ég ætla ekki að rekja atburðarásina því hana þekkja allir en enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að fiska í gruggugu vatni að mér finnst og ljóst að þeir fara mjög illa með það umboð sem kjósendur gáfu þeim í seinustu kosningum og auðvitað ætti að kjósa aftur í borginni og gefa upp á nýtt því mitt mat er það að flestir borgarfulltrúar hafa misst allt traust borgarbúa og því ætti að kjósa aftur en lagabreytingu þarf víst til að kjósa megi aftur en einhvern veginn er ég á því að borgarbúar eigi að segja sitt álit.

Ég óska nýjum meirihluta góðs gengis og hann starfi út kjörtímabilið því þessum sirkuslátum verður að linna í Reykjavík.

Ég býð mig hér með fram sem borgarstjóri í Reykjavík,ástandið myndi þó allavega ekki versna,það er alveg á kristaltæru

                                  KV:Korntop


Tilkynning.

Ég á afmæli í dag.
ég á afmæli í dag.
Ég á afmæli sjálfur,
Ég á afmæli í dag.

                           KV:Korntop


Hæ.

Bara að láta vita að ég sé enn á meðal lifenda og að ég er orðinn veikur aftur og nokkuð klárt að flensuskíturinn hefur magnast og vonast ég til að þetta taki ekki meira en svona viku að fara úr mér en tíminn sker endanlega úr um það.

Annars er ég bara í góðum gír,ólympíuleikarnir hafnir með öllum sínum beinu útsendingum og allt í goody með það,annars er það klárt mál að ég ætla að drekka í mig þessa leika í tætlur og njóta þeirra í botn.

Svo er það menningarnóttin sjálf og ætla ég á tónleikana á klambró þar sem m.a verða Magnús og Jóhann, Jet Black Joe og Nýdönsk og er stefnan sett þangað og vonandi koma vinirnir með.

En sem sagt:Ég er í góðu lagi þannig lagað og líður bara eftir atvikum.

                                     KV:Korntop


Góðir tónleikar.

Á sunnudagskvöldið var samkölluð útihátíðarstemning þegar hljómsveitirnar,Ný dönsk,Veðurguðirnir að ógleymdum Stuðmönnum stigu á stokk og skemmtu gestum Fjölskyldu og Húsdýragarðsins með söng og sprelli en um 4000 manns sáu ástæðu til að mæta en samt var mikil stemning og stuð í öllum en um 45 mínútna úrhelli(skýfall)setti mark sitt á tónleikana svo að margir urðu holdvotir(þ.m.t. undirritaður)en það skemmdi ekki fyrir mannskapnum sem gerðu eins og ég skemmtu sér bara betur,mér leið allavega vel að fá smá skýfall.

Búist var við um 10-12 þús manns en veðrið hafði semsagt áhrif á margann gestinn sem ákvað að sitja heima,kvisast hafði út að Ragga Gísla og Dísa(Dóttir Röggu og Jakobs)yrðu þarna en svo var ekki heldur söng Birgitta Haukdal með Stuðmönnum og gerði það brillíjant.

Ég skemmti mér hinsvegar konunglega eins og allir aðrir og það er aðalmálið.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í SKOÐANAKÖNNUNINNI.

                                         KV:Korntop


Skemmtun.

Vill bara minna á Töðugjöld í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum klukkan 19´30(Hálf 8) í kvöld.

Fram koma:Nýdönsk,Veðurguðirnir,Stuðmenn og einhverjir fleiri en heyrst hefur að Ragga Gísla og Dísa(dóttir Röggu og Jakobs Frímanns Magnússonar) verði þarna líka.

Þeim sem ekki eiga heimangengt eða búa of langt í burtu er bent á að Rás 2 er með herlegheitin í beinni útsendingu.

Ég verð þarna og ætla að skemmta mér eins og mér er einum  lagið, vonast til að sjá sem flesta í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum í kvöld.

                                        KV: Korntop


Allt að koma.

Þá er nánast búið að kveða þennann flensudjöful í kútinn en eins og þið bloggvinir og aðrir lesendur vitið þá herjaði flensa á kallinn í nokukra daga sem kostuðu einhverja daga frá vinnu en nú er vonandi að þessu veikindaskeiði sé lokið og maður geti mætt til vinnu á þriðjudaginn en þá hef ég verið í rúmlega viku sumarfríi.

Núna um verslunarmannahelgina er stefnan sett á rólegheit nema hvað ég ætla með konunni og vinum mínum á tónleikanna í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum á sunnudagskvöldið en þar munu Nýdönsk,Veðurguðirnir og Stuðmenn skemmta gestum með söng og sprelli,aðgangseyrir er ekki nema skitnar 1000 krónur og má búast við hátt í 20000 manns þarna eins og undanfarin ár.

Að öðru leyti verður ekki ætt neitt út því þá getur flensudjöfullinn komið aftur og alger óþarfi að vekja hann upp á ný og því betra að fara varlega til að ekki fari illa.

Annars er ekkert að frétta þannig af mér nema að undirbúningur að brottför héðan tefst því vegna bilunnar á mbl blogginu hef ég ekki getað fært tengla né annað yfir á nýja staðinn svo að áfram verður skrifað hér í ca 3 vikur-mánuð enn það verður tilkynnt síðar.

Vil að endingu hvetja fólk til að taka þátt í skoðanakönnuninni enda eins og ég hef sagt áður afar áhugaverð spurning í gangi.

P.S. Ég vil óska bloggvinum og öðrum lesendum góðrar skemmtunnar um verslunarmannahelgina og gangið hægt um gleðinnar dyr.

                                              KV:Korntop


« Fyrri síða

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 205142

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband