Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

"Slátrun"

Já íslenska landsliðinu í handbolta var "slátrað" af frökkum í leik liðanna sem lauk í Þrándheimi fyrir nokkrum mínútum.

Frakkar komu ákveðnir til leiks og náðu strax 8-2 forystu og síðan 14-7 og var vörnin frekar döpur og sóknarleikurinn skelfilegur og er þá vægt til orða tekið staðan í leikhléi var síðan 17-8 frökkum í vil og dagskránni í raun og veru lokið.

Í síðari hálfleik héldu frakkar áfram að bæta við forskotið og komust í 29-17 og var alveg sama hvað frakkar reyndu eða hvaða leikmenn voru inná,allt sem þeir gerðu gekk nánast fullkomlega upp,einnig varði Thierry Omyer frábærlega og vörn frakka geðveikt góð og fátt fór framhjá henni auk þess sem þeir eru líkamlega sterkir og vinnsla og samvinna leikmanna hreimnt með ólíkindum,markahæstur frakka var Nicola Karabatic með 10 mörk.

Hjá íslenska liðinu var fátt um fína drætti og var engu líkara en að leikurinn væri fyrirfram tapaður,ekkert gekk upp og vörnin götótt en þó vörðu íslensku markverðirnir 12 skot.

En ekki þýðir að gráta þó svona hafi farið í dag,við erum komnir í milliriðil sem hefst á þriðjudaginn og þar eru andstæðingar okkar heimsmeistarar þjóðverja,spánverjar og ungverjar og eigum við möguleika gegn þeim öllum en til þess þarf fyrst og fremst sóknarleikurinn að fara að ganga betur og sjálfstraustið að vaxa,við byrjum með ekkert stig en allt er hægt en til þess þarf ALLT að ganga upp menn verða að hafa trú á því sem menn eru að gera, markahæstur íslendinga var Alexander Petterson með 5 mörk.

Spá mín hverjir fari í undanúrslit er eftirfarandi:Króatía,Noregur,Frakkland og Þýskaland,svo getið þið bloggvinir og aðrir lesendur commentað og verið mér sammála eða ósammála en ég tel þetta nokkuð líklegt,en missum ekki trúna þó svo svona sé staðan,höldum áfram að styðja strákana í blíðu og stríðu og sendum strákunum góða strauma.
                      ÁFRAM ÍSLAND

                              Með handboltakveðju:
                                korntop


Frakkar næstir.

Þá er röðin komin að frökkum á EM í Noregi og hefst leikurinn kl 17´15 og er sýndur á RÚV.

franska liðið er geysisterkt með menn eins og Nicola Karabatic,Daniel Narcisse,Jerome Fernandez svo ekki sé nú minnst á Fréderic Omyer hinn stórkostlega markvörð en munum að leikmaður vinnur ekki leiki heldur liðsheildin en verkefnið í dag verður erfitt en við unnum þá í fyrra og því ekki aftur?

Til að sigur náist verða ALLIR leikmenn íslenska liðsins að eiga toppleik og sóknarleikurinn að ganga upp og eins þarf vörnin og markvarslan að vera í sama fari og í mótinu hingað til því ef sóknin gengur ekki upp þá valta frakkarnir yfir okkur með hraðaupphlaupum en við eigum alveg möguleika í þessum leik og umfram allt verða leikmenn að trúa á að þetta sé hægt.

Leikmenn eins og Einar Hólmgeirson,Snorri Steinn ofl verða að fá smá sjálfstraust og skjóta á markið en í leikjunum gegn svíum og slóvökum var nánast aldrei gerð almennileg árás á markið það verður að breytast í dag það er alveg klárt.

Vörnin á mótinu hefur verið mjög góð sem og markvarslan en gallinn er bara sá að íslensku markverðirnir eru bara að verja vel annann hálfleikinn og því vantar allann stöðugleika þar en þetta hefur verið vandamál landsliðsins í um 15 ár eða frá því Einar Þorvarðarson hætti.

Ekki ætla ég að vera með einhverja neikvæðni í garð íslenska liðsins en vildi bara benda ykkur á hvar vandamálin liggja og þau þarf að leysa og það sem fyrst.

Alfreð Gíslason er einhver vinsælasti landsliðsþjálfari í boltagrein á íslandi frá því Guðjón Þórðarson stjórnaði fótboltalandsliðinu á sínum tíma og er leitun að eins vinsælum landsliðsþjálfara eins og Alfreð,nú býst ég við að hann hætti eftir EM og ég öfunda ekki þann þjálfara sem tekur við af honum.

Hver man ekki eftir því sem gerðist í fyrra eftir HM í þýskalandi þegar hópur fólks stóð fyrir undirskriftarsöfnum til Alfreðs þar sem hann var grátbeðinn að halda áfram með liðið framyfir EM sem nú stendur yfir,ég þekki Alfreð persónulega og er hann mikið ljúfmenni og öðlingur.

En semsagt Ísland-Frakkland kl 17´15 í dag og nú setkast ALLIR fyrir framan RÚV og styðja strákana því hvernig sem fer þá veit ég að strákarnir gera sitt besta og fram á meira ekki hægt að fara.
                                      ÁFRAM ÍSLAND.

                                Með handboltakveðju:
                                        Korntop


Sigur.

Fyrir skömmu lauk leik íslendinga og alóvaka á em í noregi og lauk leiknum með öruggum íslenskum sigri 28-22 eftir að staðan í leikhléi var 16-5.

Fyrri hálfleikur var hrein "slátrun" og komu mörg markanna úr hraðaupphlaupum,einnig varði Hreiðar Guðmundson 10 skot af 14 í hálfleiknum eða um 71%.

Í síðari hálfleik komu slóvakarnir til baka og minkuðu muninn í 5 mörk en nær komust þeir ekki og öruggur sigur og sæti í milliriðli staðreynd en gott væri að vinna frakkana á morgunn til að fara 2 stig í milliriðilinn en frakkar voru rétt í þessu að vinna svía 28-24 og eru geysisterkir en allt er hægt í handbolta.

 

Aðeins vegna þess sem Rósa bloggvinkona spurði að í commenti við seinustu færslu þá er Alfreð landsliðsþjálfari framyfir þetta mót og er það eingöngu vegna velvilja forráðamanna VFL Gummersbach sem Alfreð er með landsliðið og spurning hvað gerist eftir mótið en ég tel líklegt að Alfreð hætti eftir mótið því ég á ekki von á að liðið komist á ólympíuleikana

                            KV:Korntop


Nú er að duga eða drepast.

Klukkan 17´15 í dag leiur íslenka handboltalandsliðið annann leik sinn á EM í noregi og eru andstæðingar okkar í dag slóvakar og er klárt mál að þeir eru sýnd veiði en alls ekki gefinn.

Ýmislegt þarf að laga fyrir leikinn í dag,t.d sóknarleikinn sem var ekki góður á móti svíum og hef ég heyrt að strákarnir hafi talað saman eftir leikinn um það sem fór úrskeiðis enda reynslumikið lið á ferðinni.

Ljóst er að stórt skarð er höggvið í íslenska liðið þar sem Ólafur Stefánson er meiddur og spilar ekki næstu 2 leiki en  þurfa hinir bara að bæta við sig og sýna úr hverju þeir eru gerðir en sigurvegarinn úr þessari viðureign kemst í milliriðil þar sem mótherjarnir verða spánverjar,heimsmeistarar þjóðverja og ungverjar þannig að til mikils er að vinna.

Nú setjast allir áhugamenn um handbolta fyrir framan RÚV kl 17´15 í dag og hvetja strákana til sigurs.

Ég vil endilega hvetja ykkur bloggvinir og lesendur góðir til að taka þátt í skoðanakönnuninni og tengist EM en læt þetta gott heita í bili verð með færslu eftir leikinnþar sem ég mun taka saman það sem mér fannst um leikinn en bless í bili.

                                   KV:Korntop


ÍR-FH jafntefli.

Í kvöld var toppslagur í Austurbergi þegar þar mættust ÍR og FH og varð úr hörkuleikur 2 góðra liða og ekkert gefið eftir.

ÍR byrjaði betur og komst í 5-2 en óagaður sóknarleikur heimamanna næstu mínúturnar komu FH-ingum inn í leikinn og áður en maður vissi af var staðan orðin6-9,þessi munur hélst út fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 13-17 FH í vil.

Seinni hálfleikur hófst eins og leiddu gestirnir 17-21 en þá kom Jacek Kowal í markið  og byrjaði á að verja nokkur skot og hægt og bítandi kom ÍR til baka og jafnaði loks leikinn 25-25.

Seinustu mínútur leiksins voru æsispennandi og þegar mínúta tæp var eftir fékk ÍR boltann og þegar 5 sekúndur voru eftir fór Sigurður Magnúson inn úr vinstra horninu en var hrint utan í vegginn og allir áttu von á vítakasti en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var aukakast dæmt sem ekkert varð úr og því varð jafntefli niðurstaðan 28-28 sem í raun voru sanngjörn úrslit en gaman hefði verið að "stela" sigrinumen það tókst ekki.

Markahæstur ÍR-inga var Brynjar Steinarson með 12 mörk og lettinn Janos Grisanovs gerði 6.
Jacek Kowal varði 14 skot í marki ÍR.

                                      KV:Korntop


Dapurt.

Í kvöld hófst EM í handbolta í noregi og lékum við íslendingar gegn svíum og er skemmst frá að segja að ekki riðum við feitum hesti frá þeirri rimmu.

Vörnin og markvarslan var í lagi þannig lagað en sóknarleikurinn sem hefur oftar en ekki verið aðall liðsins brást gersamlega og var áköflum eins og úldinn hafragrautur og er sama hvar borið er niður í þeim efnumnýting færa skelfileg og margir teknískir feilar.
Bestu menn íslands:Birkir Ívar Guðmundson og Hreiðar Guðmundson markverðir íslenska liðsins svo má fólk vera mér ósammála ef það vill.

Það þýðir þó ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði því næsti leikur gegn slóvökum verður erfiður  en verður hreinlega að vinnast ef íslenska liðið ætlar sér í milliriðil en slóvakar eru sterkir og töpuðu í kvöld fyrir frökkum með aðeins 1 marki en ég hef trú á að strákarnir spili betur en í kvöld og leggi slóvaka örugglega en slóvakar spila samskonar bolta og Tékkar sem við unnum 2svar í höllinni en nú leggjast allir á árarnar og hvetja liðið til dáða því enn er von þótt illa hafi farið í kvöld,en mikilvægast er að missa ekki trúna á liðinu og því segi ég:ÁFRAM ÍSLAND.

                                 KV:Korntop


EM í handbolta.

Já kæru bloggvinir og aðrir lesendur,í kvöld klukkann 19´15 spilar Ísland gegn svíum á evrópumótinu í handbolta í noregi og verður að sjálfsögðu sýndur á RÚV eins og allir leikir íslenska liðsins.

Reikna má með hörkuleik enda svíarnir með gott lið en það erum við líka svo að hart verður barist í Þrándheimi í kvöld.

Markmið liðsins er undanúrslit en mér finnst það kanski fullmikil bjartsýni en þetta er þeirra markmið og allt í góðu með það og vonandi gengur það eftir.

Ég geri mig hinsvegar ánægðan með að komast í milliriðil og lenda í topp 8 en ljóst er að hvergi má misstíga sig en ég tel leikinn gegn svíum létasta leikinn í riðlinum og er það bara mín skoðun.

Evrópumótið í handbolta er sterkara mót en HM vegna þess að það er ekkert slakt lið á EM enda koma sterkustu landsliðin frá evrópu en ef leikmenn gera sitt besta þá er ekki hægt að fara fram á meira.

En allir að fylgjast með keppninni á RÚV og hvetja strákana alla leið.

                    ÁFRAM ÍSLAND.

                    KV:Korntop

 


Íþróttaannáll.

Þá er það íþróttaannállinn og eins og í fréttaannálnum þá tæpi ég á því sem mér þótti merkilegast á liðnu ári,en hefjum upptalninguna og njótið vel.

Knattspyrna karla: Landsliðið var vægast sagt dapurt á árinu og fékk nokkra ljóta skelli en steininn tók úr þegar við töpuðum fyrir Lichtenstein sem telur um 25000 íbúa(á stærð við Breiðholt) og í kjölfarið var Eyjólfi Sverrissyni sagt upp og við tók Ólafur Jóhannesson fyrrum þjálfari FH-inga og mun hann stýra liðinu í undankeppni HM sem verður í S Afríku 2010 og erum við í riðli með Hollandi,Skotlandi,Noregi og Makedóníu vonandi gerum við betur en í síðustu riðlakeppni.

Valur var íslandsmeistari í Landsbankadeild karla eftir hreint ótrúlegt klúður FH-inga sem voru með unnið mót þegar 3 umferðir voru eftir en valsmenn læddust aftan að FH og "Rændi"titlinum verðskuldað því þegar á reyndi voru valsmenn undir stjórn Willums Þórs Þórsonar einfaldlega bestir en niður í 1.deild fóru víkingar en upp í landsbankadeild komu Grindavík Þróttur og Fjölnir.
FH varð síðan bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Verð að koma hér að hrakförum KR-inga sem voru á botninum allt sumarið og í lok júlí var Teitur Þórðarson rekinn og við tók Logi Ólafson og undir stjórn hans björguðu KR-ingar sér en tæpt stóð það.
Mestu vonbrigði sumarsins:KR.
Á lokahófi KSÍ var Helgi Sigurðson val kosinn besti leikmaður mótsins.

Landsbankadeild kvenna: Þar urðu Valskonur íslandsmeistarar eftir hreinan úrslitaleik gegn KR í Frostaskjóli 2-4 og þar fór fremst í flokki Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði hvorki meira né minna en 38 mörk í 16 leikjum og bætti markamet sitt frá árinu áður,niður fóru Þór/KA og ÍR en upp komu HK/Víkingur ogAfturelding.
Í Lokahófi KSÍ átti sér stað skandall þegar 2 félög tóku sig til og kusu Hólmfríði magnúsdóttur besta leikmanninn þótt allir vissu að Margrét Lára væri klassabest og sannaði það best með því að vera kjörin íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.
KR varð bikarmeistari í kvennaflokki.

Landsliðið var í toppbaráttu síns riðils og vann frakka 1-0 á Laugardalsvelli og svo mættu um 6000 manns til aðsjá stelpurnar "rassskella"serbum 5-0 og svo kom sárt tap fyrir slóvenum 1-2 en þær eiga enn raunhæfa möguleika á að komast í úrslit stórmóts í fyrsta sinn.

Handknattleikur: Karlalandsliðið keppti á HM í Þýskalandi og var þetta einhver glæsilegasta heimsmeistarakeppni sem haldin hefur verið og engu til sparað enda uppselt á nær alla leiki.

Eftir sigur í riðlinum gegn áströlum kom sl´æmur ósigur gegn Úkraínumönnum og allt útlit fyrir að við kæmumst ekki í milliriðil en leikurinn gegn frökkum verður lengi í minnum hafður og örugglega besti leikur sem íslenskt landslið hefur leikið fyrr og síðar.
Í milliriðlinum mættum við Póllandi,Túnis og Slóveníu og unnum Túnis og Slóvena en lágum fyrir pólverjum,þar með var liðið komið í 8 liða úrslit og mótherjinn Danmörk og buðu liðin upp á samkallaðan thriller sem lauk með sigri dana í tvíframlengdum leik og eftir þann leik þar sem vonbrigðin voru mikil mætti liðið rússum og Spáni og tapaði báðum en samt frábær frammistaða liðsins.

Eftir mótið fór af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Alfreð Gíslason að halda áfram með liðið og varð hann við þeirri beiðni enda er Alfreð óhemju vinsæll og nýtur virðingar í handboltaheiminum.

Nú eftir 4 daga hefst EM í Noregi og er liðið í riðli með svíum, slóvökum og frökkum og í milliriðli bíða svo Spánn,Þýskaland og Ungverjaland,mín krafa er topp 8 annað er bónus.

N1 deild karla: Valur varð íslandsmeistari og Stjarnan bikarmeistari eftir öruggan sigur á Fram.
Niður fóru Fylkir og ÍR en upp komu Afturelding og ÍBV.

N1 deild kvenna: Stjarnan varð íslandsmeistari nokkuð örugglega og er hörkulið þar á ferðinni reyndir leikmenn sem hafa marga fjöruna sopið í handboltanum.

Kvennalandsliðið komst upp úr undanriðli í október og spilar umspilsleiki í vor.

Körfuknattleikur karla: KR-ingar urðu íslandsmeistarar eftir hörkurimmu við Njarðvík 3-1.
Bikarmeistarar karla urðu ÍR eftir sigur á Hamri/Selfossi og gaf þar með félaginu góða afmælisgjöf en ÍR varð 100 ára á árinu.
Landsliðið sigraði Kýpur á Smáþjóðaleikunum og tók gullið á glæsilegan hátt,einnig lék liðið í B keppni Evrópumótsins og vann m.a Georgíu með ævintýralegri körfu á lokasekúndunum.

Körfuknattleikur kvenna: Haukar unnu alla titla sem í boði voru og var því besta kvennaliðið með Helenu Sverrisdóttur í broddi fylkingar.

Badminton: Ragna Ingólfsdóttir er langbesti badmintonspilari landsins og er að berjast við að komast á ólympíuleikana í Peking síðar á þessu ári,ég hef fulla trú á að henni takist það.

Sund: Þar er Örn Arnarson bestur meðal jafningja en einnig eru að koma efnilegar sundkonur sem slátra íslandsmetum eins og eftir pöntun og eins og með Rögnu þá vonast ég til að sjá okkar besta sundfólk á ólympíuleikunum.

Golf: þar er Birgir Leifur Hafþórson maður ársins því eftir að hafa fallið af evrópsku mótaröðinni komst hann inn aftur eftir 3 úrtökumót vonandi gengur honum betur á árinu 2008.

Björgvin Sigurbergson og Nína K Geirsdóttir urðu íslandsmeistarar í golfi á landsmótinu í Hafnarfirði,Landsmótið 2008 verður í Vestmannaeyjum.

Erlendur vettvangur: Englandsmeistari:Manchester United, Enskir bikarmeistarar:Chelsea,Evrópumeistarar:AC Milan,Ítalía:Inter Milan,Spánn:Real Madrid, NBA:San Antonio Spurs,NFL:Indianappolis Colts. Heimsmeistari í Formúlu 1:Kimi Raikonen(Ferrari)

Stærstu atburðir í íþróttum 2008:EM í handbolta,EM í Knattspyrnu,Ólympíuleikarnir í Peking.

En látum þetta gott heita í bili.

                              KV:Korntop


Annáll.

Þá er komið að annálum mínum og eru þeir um það sem mér fannst merkilegast á liðnu ári bæði fréttalega og í mínu persónulega lífi og er af nægu að taka gerið svo vel og njótið vel bloggvinir og lesendur góðir.

Fréttaannáll:

Mikið var um að fólk reyndi að smygla eiturlyfjum og sterum til landsins og var stærsta málið í eiturlyfjunum Fáskrúðsfjarðarmálið sem kom upp í september er 6 menn að mig minnir reyndu að smygla tugum kílóa af amfetamíni og E töflum og teygði málið sig langt útfyrir landsteina,einnig var þjóðverji á sextugsaldri handtekinn í Keflavík með 23000 skammta af E töflum en söluandvirði þess hefði numið um 70-90 miljónum á götuunni,ljóst er á þessum málumáð glæpahringar sækja í auknum mæli hingað til lands annað hvort sem endastöð eða millilending,ljóst er að eitthvað róttækt þarf að gera til að sporna við þessum ófögnuði.

Sterar voru líka fyrirferðamiklir á árinu en í upphafi árs var maður mekinn með um 30000 skammta af sterum í ýmsu formi og síðar á arinu var sami maður tekinn með 15000 skammta í viðbót og styrkir það grun minn m.a um að steraneysla verður sífellt meira áberandi í íþróttaiðkunn fólks,að mínu mati ætti að dæma íþróttafólk í ævilangt bann fyrir að hafa rangt við og svindla á heiðarlegum íþróttamönnum.

Annað sem gerðist var hinn sorglegi Miðbæjarbruni síðasta vetrardag þar sem um 200 ára gömul hús eyðilögðust í eldinum og nú er verið að finna út hvað skal gera og eru einhverjar tillögur þ.a.l komnar fram,virkilega sorglegur bruni og er mikið skarð höggvið í ímynd borgarinnar.

Kosningar fóru fram á árinu og eftir naumann sigur ríkisstjórnarinnar
(1sæta meirihluti)ákvað framsóknarflokkurinn að slíta 12 ára samstarfi)stjórnarsamstarfinu og nokkrum dögum síðar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nýja stjórn(Þingvallastjórnin) og vona ég að sú stjórn leiðrétti ýmsar vitleysur sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði sérstaklega vona ég að bætur hækki og líf þeirra sem minna nega sín verði gert betra en nú er.

Banaslys urðu mörg á liðnu ári og létust 15 manns í slysum hér á landi,er orðið brýnt í þessu sambandi að breikka Reykjanesbraut og Suðurlandsveg til að umferð gangi greiðar,einnig má minka hraða eitthvað.

Klúður ársins er án efa hið svokallaða REI mál en þar var hvert klúðrið á fætur öðru sem endaði með að meirihlutinn í borginni sprakk og við tók nýr R listi með öllu því brambolti sem fylgdi á eftir í ásökunum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks á milli hvors annars,þetta mál þekkja allir svo ekki ætla ég að rekja það hér.

Baugsmálinu lauk loksins á arinu og erum við vonandi laus við það sem eftir er.

Persónulegur annáll:

Í mars opnaði ég þessa síðu og lenti fljótlega upp á kant við nokkrar konur en þar sem ég misskildi þær þá baðst ég afsökunnar á því en nokkrar hafa ekki fyrirgefið mér og við það verð ég að una en eftir það hef ég reynt að gæta orða minna og tel ég það hafa tekist bara ágætlega,allavega á ég toppbloggvini sem lesa bloggið mitt og er það bara gott mál.

Þann 11 mars var ég sæmdur gullmerki ÍR fyrir óeigingjarnt starf í þágu handknattleiksdeildar ÍR og hélt ég að það væri verið að grínast í mér þegar mér var tylkinnt þetta bréflega en svo reyndist ekki vera og er ég rígmontinn með þetta merki,lái mér hver sem vill en í dag sit ég í stjórn handknattleiksdeildar ÍR.

Íbyrjun mai hættum við fyrrum unnusta mín Dagbjört Þorleifsdóttir saman en við vorum saman í tæp 7 ár(Trúlofuð í 5 ár) en hún veiktist af geðsjúkdómi sem hafði verið haldið í skefjum og höndlaði hún ekki sambandið,ég var ekki hress með aðferðina sem var notuð en eftir því sem leið á árið varð hún veikari með hverjum mánuðinum á fætur öðrum,hún ákvað að hætta að syngja í Plútó og er það miður því hún var langbest í þessu bandi,en við erum enn góðir vinir og þannig verður það.

Í júlí fórum við nafnar og frændur til Edinborgar að heimsækja systur mína,unnusta hennar og dóttur þeirra,var það viku ferð og alveg mögnuð eins og lesa má um í júlífærslunum,ógleymanleg ferð þar sem margt spaugilegt gerðist.

Eftir heimkomuna byrjaði ég með stelpu sem heitir Aileen og hef ég þekkt hana í 13 ár og hefur hún hjálpað mér mikið í gegnum árin og ætlum við að byggja þetta samband upp á hraða snigilsins en við eigum sameiginleg áhugamál og erum t.d í sömu hljómsveit(Hraðakstur bannaður)en þar er ég aðalsöngvari en hún syngur líka 1-2 lög og spilar á píanó/hljómborð og æfum við oft saman,var ég mjög heppinn að hreppa hana.

Hef verið í stjórn Listar án landamæra og verð í henni næsta árið en þessi hópur heldur listahátíð fatlaðra þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman að listsköpun og hefur það verið ótrúlega gefandi að vinna að þessu á hverju ári en á þessu ári verður 5 listahátíðin haldinn.

Árið endaði með geggjaðri bandaríkjaferð þar sem margt var brallað og er ég bara nýkomin heim úr henni.

Margt fleira gerðist á liðnu ári sem hægt væri að telja upp en læt það ógert enda nóg komið af því helsta.

Ég skrifa íþróttaannál fljótlega en læt staðar numið í bili.

Hafið það gott elskurnar og gleðilegt ár.

                            KV:Korntop


Ferðasaga.

Sælt veri fólkið,þá er komið að því að segja ferðasöguna brá bandaríkjunum en af nógur er að og verður stiklað á stóru eða því helsta sem gerðist í þessari frábæru ferð,njótið vel.

Ég lagði af stað þann 29 nóvember með leigubíl á BSÍ og tók flugrútuna á flugstöð Leifs Eiríksonar og var kominn þangað um 2 leytið,var snöggur í gegnumlýsingunni enda enginn á undan mér svo að þegar henni var lokið hafði ég 3 klst fyrir sjálfan mig en gerði þó ekkert annað en kaupa íslenskr nammi handa fólkinu úti og vatn handa mér að drekka.

Kl 5 fór vélin í loftið og tók flugið um 6 klst,eftir að lent var á BWI flugvellinum í Baltimore tók við þetta venjulega vegabréfaskoðun í tvígang og svo hitti ég pabba og Carolyn sem tóku á móti mér og nú tók við 5 tíma keyrsla til Elkins í V Virginíufylki.

Þegar komið var heim til þeirra um miðnætti að þeirra tíma(Ísland er 5 tímum á undan)var ég svo þreyttur að ég hafði vart orku til að koma töskunum upp stigann en það hafðist með herkjum og eftir það var farið að sofa og svaf ég í 13 klst en í raun tók það mig 2-3 daga að jafna mig eftir ferðalagið.

Þann 2 des var farið í messu í einni af baptistakirkjunum í bænum en þær eru nokkrar í Elkins en söfnuðurinn er frekar lítill(ca um 30 manns bæði svartir og hvítir og er presturinn sérstaklega góður og fyndinn ræðumaður),síðar um daginn var sérstök þakkargerðarmáltíð til að ég fengi að upplifa eina slíka en þetta var í fyrsta sinn var á slíkri máltíð og samanstóð af kalkún og ýmsu meðlæti.

Næstu dagar fóru í afslöppun og horfa á bæði NFL og College fótbolta auk ýmissa leikja á gsn leikjastöðinni,einnig létu þau mig opna nokkra pakka því í þeim voru föt sem þau höfðu pantað úr King size og pössuðu þau öll,ég pantaði mér líka smávegis m.a leðurjakka sem kostaði á endanum um 35 dollara en ég fataði mig algerlega upp í ferðinni.

Þann 7 des var komið að hápunkti ferðarinnar þegar ég,pabbi og Larry lögðum af stað til Washington DC til að sjá NBA leik á milli Washington Wizzards og Phoenix suns í Verizon Center sem Phoenix unnu örugglega en bara það að vera á staðnum var mikil og sterk upplifun og klárt mál að ég reyni að komast á annann leik seinna.

Þann 10 des var haldið til Clarksburg að kaupa jólagjafir og keypti ég allar gjafirnar á hlægilegu verði enda verðlagið í bandaríkjunum með afbrigðum hlægilegt og eftir verslunarferðina var haldið á Chinabuffet að raða í sig góðum mat en ekki í fyrsta sinn sem ég kom þarna inn.

12 des var jólatrénu smellt upp og öllu skrauti bæði inni og úti það eina sem mér finnst við skreytingar kanans er hversu mikið er af hvítum ljósum en inn á milli sá maður glitta í blandaða liti eins og við þekkjum héðan en þeir skreyta mikið úti og sumir í óhófi.

Fór á jólasýningu í lest og fór öll familían og fjallaði sýningin um þegar Crinch stal jólunum og skemmtu allir sér mjög vel þó mér hafi fundist hún svona lala,einnig var farið á sýningu í American Mountain Theatre og var hún mjög góð.

Undirbúningur jólanna í bandaríkjunum er ekkert ósvipaður og hér en - stress,það er akkúrat ekkert stress hjá kananum eitthvað sem við gætum lært af þeim.

23 des var farið í kirkju og svo kom familían í mat til pabba og fékk skinku og með því og svo var setið og spjallað,einnig fékk ég eina gjöf  frá pabba og Carolyn en það var digitalmyndavél og tók smátíma að læra á hana en kann það núna og verður myndum skotið inn við tækifæri.

Á Aðfangadag var farið til Chad í veislu og fengum við tortillur ofl,á jóladag var svo stór dagur eðlilega en við vorum komin til Donnu og Larry um hálftíu að morgni til að opna pakkana og borða morgunmat og er ákveðin regla á hlutunum,fyrst opna hundarnir og stelpurnar sína pakka,svo er borðað og svo opnum við fullorðna fólkið okkar pakka og kenndi ýmissa grasa í þeim,síðan var haldið heim en aftur vorum við komin um kvöldið í kvöldmat en þá var borðað spaghetti eitthvað annað en maður er vanur hér en svona er þetta hjá minni familíu.

Síðasti dagurinn fór í að pakka og gera klárt og þann 27 var keyrt til Baltimore og þar kvaddi ég pabba og Carolyn með söknuði en eftir situr minningin um lærdómsríka ferð og skemmtilega þrátt fyrir veikindi í upphafi ferðar en heim kom ég í 10 stiga frost en þessi ferð verður varðveitt í minningunni.

                                 KV:Korntop

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband