Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Skotland.

Þá er madur kominn til Edinborgar og líður bara vel.


Ferðin hófst snemma á fimmtudagsmorgunn er Aileen keyrði okkur nafnana á BSÍ en þaðan tókum við rútuna í Leifsstöð,tókum flug þaðan til Glasgow og eftir heðbundið verk,vegabréfaskoðun ofl hittum við Rósu og Bjarnheiði og tókum með þeim lest hingað til Edinborgar og höfum haft það gott nema að ég fékk sár og blöðrur undir annann fótinn en þetta er allt að koma.

Ívikunni á að skoða kastalann og annað merkilegt en læt vita af mér ef tækifæri tgefst til.

Hafið það gott elskurnar mínar,meira síðar.
              KV:Korntop


Bloggfrí.

Þar sem ég er á leið til Skotlands í næstu viku og kem ekki fyrr en 19 verður eitthvað lítið um blogg en gæti þó dottið inn ef tími gefst en semsagt á fimmtudagsmorgunn verður haldið til Edinborgar ásamt frænda mínum að heimsækja systur mína,unnusta hennar og litlu dúllu sem þar búa vegna náms hans í gervigreind sem tengist tölvum.

Reyni að blogga þaðan en ef ekki þá heyrumst við þegar ég kem til baka.

TAKK FYRIR MIG.
                                          KV:Korntop


Bítlarnir lifa.

Í gær voru liðin heil 50 ár síðan John Lennon og Paul McCartney hittust fyrst og fljótlega eftir það var McCartney kominn í hljómsveit Lennons Quiermen(Forverum Bítlanna)

Allann samstarfstíma þeirra settu þeir nöfn sín báðir undir lög og ómögulegt að vita stundum hvor samdi hvað en hvað um það,eftir þá félaga liggja ein bestu rokklög og ballöður sögunnar og fólk á öllum aldri elskar tónlist þeirra og fílar þá í botn.

Tilhamingju allir Bítlaaðdáendur.

                 KV:Korntop


Til hamingju KF Nörd.

Í gærkvöldi fór fram á Kópavogsvelli fyrsti landsleikurinn í nördaflokki þegar KF Nörd mætti FC Z frá Svíþjóð og var þessi leikur partur af Landsmóti UMFÍ en einnig var þessi leikur auglýstur sem"hefnd nördanna"en þar átti að hefna ófara Alandsliðsins frá því fyrir mánuði er við töðuðum 0-5 fyrir svíum á Rásundavellinum í Stokkhólmi.

Skemmst er frá að segja að KF Nörd gjörsamlega"pakkaði" FC Z saman og sigraði með 7-0 og skoraði Vilhjálmur Andri Kjartanson 4 markanna en með þessum sigri  tókst íslensku nördunum ætlunarverkið að hefna fyrir stórtap Alandsliðsins.

Vonandi verða settir upp fleiri svona leikir og jafnvel sett upp norðurlandamót nördaliða í knattspyrnu,ég sting uppá því hér með.
                                KV:Korntop


Nú er nóg komið.

Já,nú er svo sannarlega komið nóg af hraðakstri ökumanna og enn alvarlegra er þegar ökumenn sem þetta stunda eru farnir að reyna að stinga lögregluna af,það gengur ekki.

Taka bílinn af manninum og láta hann borga háa upphæð til að leysa hann út,fyrr læra menn ekki.
                        KV:Korntop


mbl.is Ökumaður yfirbugaður eftir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðin skoðuð og tekin.

Fór um half þrjú leytið að skoða þessa íbúð og leist mér vel á hana og eftir að hafa gert smá athugasemdir skrifaði ég undir og tók íbúðina og nú er bara að bíða eftir að fluttningar geti átt sér stað og verður her manns með í þeirri miklu vinnu sem fer Því samfara að flytja en eins og ég sagði í seinustu færslu að þá er ég kominn heim í þess orðs fyllstu merkingu og vonandi geta fluttningarnir átt sér stað síðar í mánuðinum en þið fáið að vita af því þegar þar að kemur.

                              KV:Korntop


Fluttningur yfirvofandi.

Núna rétt áðan barst mér símtal frá félagsfulltrúa mínum þess efnis að mér hefði verið úthlutað nýrri íbúð og ekki er ofsögum sagt að ég sé komin heim í þess orðs fyllstu merkingu enda ólst ég upp og sleit barnskónum á viðkomandi stað og því er ég eðlilega mjög happy með að vera kominn þangað aftur.

Fluttningurinn fer fram seinni part þessa mánaðar og verður mikið lið með mér sem mun aðstoða mig bæði við burð og hreingerningar en tilhlökkunin er skiljanlega mikil og er ég bara upp í skýjunum og er ekkert að fara að lenda.


Ofurhlaupari.

Þessi maður Gunnlaugur Júlíusson ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur ætlar hann að taka þátt í Spartaþoni sem er 240 km hlaup á milli Spörtu og Aþenu og er hlaupið um fjall sem er rúmlega Esjan(918) á hæð

Lagt er af stað kl 7 á laugardagsmorgni og keppendur vera að vera komnir til baka kl 7 á sunnudagskvöldi sannarlega mikil þrekraun en Gunnlaugur sem vinnur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ætlar ekki að láta þar við sitja heldur hefur hann sett stefnuna á þátttöku í Ironman einni erfiðustu keppni heims en hún samanstendur af 3,8 km sundi,180 km hjólreiðum og maraþonhlaupi.
Síðan óskar Gunnlaugi góðs gengis í Spartaþoni.

                             KV:Korntop


Skandall.

Héraðsdómur Reykjavíkur.Ja hérnahér,þá er enn einn skandallinn í nauðgunardómum kominn í ljós en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði erlendann mann af ákæru um nauðgun þrátt fyrir að áverkar á konunni sýndu ótvírætt að um nauðgun hefði verið að ræða.

Nú hjálpaði það ekki til að konan var drukkin þegar þessi verknaður á að hafa gerst og mundi því ekki alla málavexti en málfluttningur konunnar var að öðru leyti mjög góður en ég spyr í framhaldinu:
Ef koma upp gloppur eða veilur í málfluttningi fólks eins og gerist í þessu tilfelli eiga þá ekki gögn lækna á bráðadeild Landsspítala að vega þyngra?

Eins og ég hef oft bent á í þessum reiðibloggum mínum um dómskerfið á íslandi þá held ég að tími sé nú kominn til að stokka upp þetta ónýta dómskerfi og koma okkur inn í nútímann,því fyrr-því betra.
                                 KV:Korntop


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmennt.

Einn er sá skóli í Reykjavík sem hýsir fatlaða nemendur eldri en 20 ára og heitir Fjölmennt(Fullorðinsfræðsla fatlaðra)og hefur aðsetur í Borgartúni 22 en einnig er kennt á Túngötu 7 og þar eru geðfatlaðir nemendur,einnig er Fjölmennt með útibú á Selfossi og Akureyri.

Fjölmennt býður upp á námskeið af margvíslegum hætti allt frá handavinnu til söngs og eru 2 hljómsveitir við skólann,Plútó og Hraðakstur bannaður auk þessara banda eru smærri hópar sem koma fram á tónleikum skólans bæði jóla og vortónleikum en það sem ég ætla að gera hér að umtalsefni er húsnæðisvandi skólans sem er svo sannarlega ærinn og þarfnast Fjölmennt nýs húsnæðis helst í gær.

Þegar ég hóf söngnám í janúar 1999 var skólinn staðsettur í Blesugróf 27 og var alfarið í eigu ríkisins en árið 2001 gerðu Þroskahjálp og ÖBÍ með sér samning þar sem hvort félag átti helmingshlut með föstu framlagi frá ríkinu.

Frá 2003 hefur Fjölmennt verið í Borgartúni 22 og ljóst er að það húsnæði er ALLT OF LÍTIÐ og þörf á nýju húsnæði sem allra fyrst því núverandi húsnæði er fyrir löngu búið að sprengja allt utan af sér, fyrir um 2 árum að mig minnir átti Fjölmennt að fá húsnæði að Grensásvegi 12 en þegar til kom þá var ekki einu sinni byrjað að hreinsa til eftir fyrri starfsemi,húsnæðið var dæmt óhæft og hrakhólar skólans eftir húsnæði héldu áfram og ekki sér fyrir endann á þessum vanda í náinni framtíð,því miður.

Sem nemandi við Fjölmennt hef ég áhyggjur þungar af stöðu mála,sívaxandi nemendafjöldi í svona litlu húsnæði gerir bara illt verra,fjárframlag ríkisins til Fjölmenntar er of lítið enda mikið og gott starf unnið við skólann en viðvarandi húsnæðisskortur setur skólanum þröngar skorður.

Síðasta haust breytti stjórn skólans um kúrs og fékk nú nemandi bara 1 námskeið í stað tveggja áður og er þetta gert til að fleiri komist að og er það glapræði að mínu mati

Eins og ég sagði áðan þá hef ég áhyggjur þungar af stöðu mála og ljóst að leysa þarf úr þessum vanda sem fyrst,t.d vil ég að söngkenslan verði  flutt í hentugra húsnæði þar sem hljómsveitirnar geti æft markvissar án þess að raska annari kenslu en ekki eru allir sammála um það en eitthvað verður að gera það er alveg morgunljóst,ríkið hefur ætíð litið á fatlaða sem 2 og jafnvel 3 flokks persónur því og því viðhorfi þarf að breyta sem skjótast,einnig mætti auka fjárframlög til starfsemi Fjölmenntar verulega.

Fatlaðir hafa alltaf þurft að berjast fyrir sínum málum sjálfir og í þessu máli verður baráttan löng og ströng,þörfin fyrir nýju húsnæði er brýn og því fyrr sem úr rætist því betra,við munum allavega berjast fyrir þessu máli hér eftir sem hingað til.
                              KV:Korntop

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 205143

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband