Helgin og rökræður um Jesú.

Helgin var í meira lagi góð,á föstudaginn var mikið vatnsveður með tilheyrandi roki svo að maður var bara heima að slappa af nema ég þurfti að kaupa batterí í sjónvarpsfjarstýringuna annars lá ég bara í rúminu og hlustaði á regnið skella á glugganum.

Um kvöldið var komið að fyrsta þætti Wipeout Ísland þar sem keppendur fara í gegnum nokkrar þrautir sem ekki eru fyrir hvern sem er og var kynningin í öruggum höndum Simma og Jóa sem loksins höguðu sér eins og menn,frábærir þættir þar á ferð.

Á laugardagskvöldið var það jólahlaðborð á Grand Hótel og var það alveg meiriháttar gott í alla staði,toppmatur,gott skemtiatriði með Helga Björns og svo spilaði Hafrót fyrir dansi en um klukkan 12 var ég og mitt fólk algerlega búið á því og héldum heim en vorum ekki komin langt þegar lögreglan stöðvaði okkur í reglubundnu eftirliti og þurfti konan mín að blása í blöðru en ekkert kom út úr því eðlilega en gott framtak hjá lögreglunni enda kom í ljós að af v166 sem voru stöðvaðir voru 31 ekki með skírteini og þeirra bíður 10 þúsund króna sekt.

En aðeins lítillega að öðru,á fimmtudag var jólafundur Átaks þar sem ég ræddi um það við frænku mína sem er prestur hvort það gæti verið að Jesús hafi fæðst og verið brúnn en ekki hvítur en að hvítir menn hafi gert hann hvítann til að sýna yfirburði hvíta kynstofnsins, hvað finnst ykkur?Ég vil meina að hann hafi verið brúnn en ég blogga um það í næstu færslu fljótlega.

MUNIÐ AÐ KJÓSA Í KÖNNUNINNI-NÝ Á LEIÐINNI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með Wipeoutið. Það er skemmtilegur þáttur.

En ég vil meina að Jesús hafi í raun verið dökkur á hörund. Enda María ekki við eina fjölina felld í karlamálum.

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Svo virðist vera en fólk þarna í Ísrael og Palestínu fæðist brúnt skilst mér.

Magnús Paul Korntop, 14.12.2009 kl. 14:36

3 identicon

Var Jésús til?

Er þetta ekki skáldsagnapersóna??

Helgi P. (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 15:00

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta með wipeout. Simmi og Jói gera þennan þátt enn betri.

Jú, trúlega samþykkja flestir vísindamenn að Jesús hafi verið brúnn á lit.  Hann er bara akkúrat ekki verri fyrir það, enda flest illmenni sögunnar hvít.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 16:38

5 identicon

Að sjálfsögðu var Jesús til Helgi.

Og ég er sammála kenningu Magnúsar.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:43

6 identicon

Og mér sýnist ríkisstjórnin vera að fá ótrúlega góða útkomu úr skoðunarkönnuninni hérna vinstra megin.

Enda ekkert annað í stöðunni, ekki viljum við Bjarna Útrásarvíking og Sigmund Spillta Kögunarson til valda. NEI TAKK

Leifur Páll (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:50

7 identicon

Leifur , rólegur.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 08:08

8 identicon

Ég var aðeins að róa mig. Biðst afsökunar ef ég hef verið með einhverjar persónulegar svívirðingar.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband