Höfuð lagt í bleyti.

Er að spá í að fara í framboð í næstu þingkosningum og er svona að velta fyrir mér hvar ég eigi mest heima nema hvað að ég myndi ekki fara á lista hjá Sjálfstæðisflokknum það er á tæru enda spillingin allsráðandi þar á bæ.

Ég er hrifinn af Samfylkingunni vegna evrópuumræðunnar og vegna þess hverju þeir hafa fengið áorkað fyrir minnihlutahópa.

Ég styð Frjálslynda í kvótaumræðunni og íslandshreyfinguna vegna þess að ég er á móti virkjunum og svo koma klárlega ný framboð eins og venjulega í kosningum.

Ef það gerist að ég fari í framboð á þá ekki vísann stuðning hjá ykkur elskurnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Farðu endilega þangað þar sem mest er þörfin fyrir tiltekt Magnús minn

Kolbrún Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú færð ekki minn stuðning ef þú gengur í gömlu flokkana Maggi minn.. þeir eru allir rotnir.

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 10:21

3 identicon

Eru ekki allir flokkarnir í dag rotnir og viðbjóðslegir?

Er ekki málið aðstofna nýtt framboð með nýju og fersku fólki? Ég myndi allavega kjósa þig!

Leifur Páll (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Engan núverandi stjórnmálaflokka Magnús minn, gæti ekki einu sinni stutt þig þótt þú slægist í þann hóp.

Nýtt fólk, nýtt lýðveldi - nýja hugsun, þá skal ég styðja þig

Sigrún Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Seggi sama og Sigrún .Styð allt nýtt. 

Kærleikskveðja Magnús minn

Ólöf Karlsdóttir, 25.1.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég vil kjósa menn/konur en ekki flokka........kjósa þig ?????? það gæti bara vel verið

Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli mundi kjósa þig til góðra verka/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.1.2009 kl. 15:50

8 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Heill og sæll magnús minn.Styð þig í framboð,svo framarlega að þú stofnar nýjan flokk

Sædís Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband