Jólin.

Þá er segja frá hvernig ég hafði það um jólin en ég hef bara hvílt mig og sofið mikið.

Á aðfangadag fórum við nafnar til stjúpa míns á Kleppsveginum um kl hálf 4 og hittum Rósu,Bigga og litlu krakkana þeirra um 5 leytið en Bjarnheiður Guðrún(3) vildi hjálpa afa sínum við að skreyta jólatréð og var gaman að horfa á það.

Ég hafði fengið rauðvín í jólagjöf frá vinnunni sem ég gaf stjúpa mínum en kom svo í ljós að var óáfengt svo ég fékk fyrsta glasið en ´´eg hafði aldrei drukkið rauðvín áður,hvorki óáfengt né áfengt(drekk hvorki bjór né vín)en eitthvað fór í sósuna svo að vínið kom að einhverju gagni.

Kl hálf 7,var sest að borðum og borðaður hamborgarahryggur og hnetusteik og svo ís á eftir og voru allir saddir á eftir,eftir uppvaskið settust allir niður og Rósa systir las á pakkana og Bjarnheiður afhenti öllum með bros á vör.

Þegar allir voru búnir að fá sína pakka voru þeir opnaðir og fékk ég DVD diskinn 10 bestu,bækurnar Ofsi(Einar Kárason)og Íslensk knattspyrna(Víðir Sigurðson),Mamma Mia á DVD,diskana með Rúnari Júl og Bubba Morthens auk Ragga Bjarna og kvartaði ég ekki enda fékk ég allt sem ég bað um.

Síðustu 2 dagar hafa farið í mikinn svefn og gláp á fótbolta,veikindin eru að syngja sitt síðasta er ég að hlaða batteríin fyrir 2 vinnudaga en svo er aftur 5 daga pása með vonandi góðum áramótum en ekkert verður keypt af flugeldunum þetta árið frekar en 10 seinustu ár því ég þarf að nota aurana í eitthvað nytsamara en flugelda,horfi bara á aðra skjóta eins og venjulega.

En búið í bili-meira seinna,gleðilega jólarest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið hefur verið rólegt og gott hjá þér Magnús minn. Gleðilega jólarest

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þú hefur notið jólanna með fjölskyldunni. Gaman að vita að systir þín heitir Rósa.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Dóra

Gott að eiga góð jól í faðmi ástvina sinna...  Nei ekki verða það flugeldar hér... læt mér næga að horfa ...

kærleikur til þín Dóra

Dóra, 28.12.2008 kl. 07:52

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad njóta med gódu fólki ...Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að jólin þín voru ánægjuleg. Gleðilega jólarest.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.12.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: www.zordis.com

Jólin í sinni einföldu og ljúfu mynd! Gott að þú sért að koma til og mætir fílelfdur til starfa á morgun.

Ég kaupi enga flugelda heldur og hef aldrei gert! Mesta lagi stjörnuljós fyrir börnin en það verður ekki í ár!

www.zordis.com, 28.12.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Haha gott hja þer að hafa það gott,átt það skilið.Hvernig verður þetta á gamlárs.... ef enginn kaupir flugelda.Við hljótum að fá þá ókeypis í janúar.verða þeir ekki ónýtir eftir vissan tíma.hahaha vonum það.bless í bili

Sædís Hafsteinsdóttir, 28.12.2008 kl. 21:57

8 identicon

Ertu 49ers aðdáandi?

Jónas (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband