góð helgi.

Á föstudaginn mætti ég á fund kl 10 og fór svo í vinnuna um klukkan 11 og var að vinna við merkishælaspýturnar(strikamerkja og setja 25 í únt og raða á bretti)til tæplega 4 en þá kom ferðaþjónustan og keyrði mig í Laugardalshöll á lyftingaræfingu hjá Öspinni þá fyrstu í 2 ár og er ég að æfa hjá Alberto sem er kúbumaður og er markmiðið að koma kallinum í form og kanski missa smá þyngd í leiðinni enda má það alveg en fyrst og fremst er um styrkingu að ræða því eins og hef skrifað áðurhér á síðunni þá fékk vinur minn mig til að taka fram handboltaskóna og eru lyftingaræfingarnar líka liður í því að geta hjálpað til þar,nema hvað eftir lyftingaræfinguna var ég alveg back og svo komu sperrurnar í gær Þó ekki hafi verið tekið þungt.

Það sem var gert var eftirfarandi:Hjólað 2x5 mín,fótaréttur 5x5,niðurtog 10x5 og bekkpressa 20kg(stöngin)x3 og gekk svo 1 hring í frjálsíþróttasalnum,ekki mikið en samt nóg til vera emjandi og vælandi af strengjum enda ekkert grín að vekja líkamann til lífsins en þetta verður auðveldara þegar frá líður og ég hef beðið Alberto um að búa til prógramm fyrir migþar sem engar svaka þyngdir verða teknar heldur bara léttar og skemmtilegar æfingar.

Í gær var farið í Laugarásbíó á myndina Reykjavík-Rotterdam með Baltasar kormák og Ingvar E Sigurðsyni í aðalhlutverkum og stóðu sig vel en myndin sjálf fjallar um um undirheimastarfsemi og smygl á dópi og er þetta fín mynd þannig nema að mér fannst myndin mega vera hálftíma lengri og kafa aðeins í sumar persónurnar sem voru áhugaverðar en fínasta skemmtun og fær hún 4 stjörnur af 5 mögulegum.

Dagurinn í dag er svo helgaður sporti og er enskur og spænskur fótbolti aðalmálið auk stórleiks Pittsburgh Steelers og New York Giants í NFL deildinni en þar fyrir utan þarf að hlaða batteríin fyrir komandi átök í næstu viku.

En þar til næst farið vel með ykkur elskurnar og heyrumst síðar.

Munið skoðanakönnunina og kjósið.

                                                   KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Ísak.

Ég get ekki æft hjá Arnari og ÍFR sökum vinnutíma og svo get ég æft létt hjá Alberto.

Magnús Paul Korntop, 26.10.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér líst vel á að þú fáir skemmtilegt prógramm til að æfa þig eftir. Helgin virðist vera góð hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.10.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Linda litla

Frábært hjá þér Magnús, þú ert að standa þig vel. Duglegur að gera eitthvað fyrir þig.

Linda litla, 27.10.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 205157

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband