Ráðstefna og ball.

Á laugardaginn kemur(20 september)verður Átak(Félag fólks með þroskahömlun) 15 ára og af því tilefni ætlum við að vera með ráðstefnu þann dag þar sem nokkrir fyrirlestrar verða fluttir um málefni sem skipta okkur máli eins og búseta,skólamál ofl auk þess sem skemmtiatriði verða til að brjóta þetta pínulítið upp,ég ætla að vera fundarstjóri fyrir hádegi og svo tekur Freyja Haraldsdóttir við eftir hádegi en ráðsefnan hefst klukkan 10 og er lokið um 16´30.

Um kvöldið ætlum við svo að sletta ærlega úr klaufunum en þá verður hátíðarkvöldverður með skemmtiatriðum milli rétta og svo munu Plútó og Hraðakstur bannaður leika fyrir dansi til ca 12-1 og því nóg að gera hjá mér þann daginn því ég er eins og þið vitið flest í Hraðakstur bannaður og nú er tækifæri til að sjá kallinn á sviði.

Allt fer þetta fram á Grandhótel eins og allir aðrir stærri atburðir og vonast ég að sjálfsögðu til að sjá sem flesta bæði á ráðstefnunni svo ég tali nú ekki um ballið allavega ætla ég að skemmta mér ærlega þó ekki verði ég drukkinn.

MUNIÐ SKOÐANAKÖNNUNINA ÞIÐ SEM HAFIÐ EKKI ENNÞÁ KOSIÐ.

                                           KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skemmtu þér vel. 'O ég veit þú gerir það en samt segi ég það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.9.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Góða skemmtun Magnús. Ég þarf einhvern tímann að koma í höfuðborgina þegar þú syngur og heyra í þér. Ég er viss um að þú ert assgoti góður.

 Bestu kveðjur til þín og gangi þér vel í söngnum.

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.9.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun Magnús

Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Skemmtu þér vel.....

Svanhildur Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:54

5 identicon

Sæll Maggi minn.

Jæja, þá kom að því að brjóta upp hið venjubundna líf.

Skemmta sér og gefa allt i það.

Hafðu það sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 04:26

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skemmtu þér vel.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 10:57

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða skemmtun

Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 19:46

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar ljúfar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband