Sæl öll.

Vikan hefur verið fín og gengið sinn vanagang,mætt í vinnuna og síðan farið á fótboltaleiki þegar þeir eru og er Landsbankadeildin jöfn og spennandi og þannig á það líka að vera.

Hef ekki enn getað kallað "Sólmyrkvann" heim til að setja tölvuna upp fyrir mig sökum þess að ég hef verið upptekinn sjálfur en þarf að bæta úr því sem fyrst því ekki getur talvan verið lengi svona.

Tók

mér veikindadag í vinnunni í dag sökum svima sem ég fékk í gærkvöldi þegar ég fór á Selfoss með vinum mínum sem eru víkingar og varð fyrir því að detta framfyrir mig á gangstétt þegar ég steig á upphækkun sem ég sá ekki en er allur að koma til en þetta var mjög óþægilegt svo mikið er víst,þess má geta að Selfoss sigraði leikinn 1-0,til hamingju með það Bloggvinkonur mínir á Selfossi og nágrenni þó jafntefli hefðu verið sanngjarnt að mínu mati.

Blogga næst þegar ég má vera að því og eitthvað fréttnæmt og áhugavert er að segja.

Þar til næst farið vel með ykkur.

                                                KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Ok. Var mikið að spá í það hvort þú værir upptekinn við að magna sólarleysis-seið. Vona að þú sért ekki slasaður eftir byltuna. Kveðja, einkabílstjórinn. 

Björgvin Kristinsson, 19.7.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leiðinlegar þessar gangstéttar hér í bæ, sorry !!  Eg spái reyndar aldrei í Selfoss liðið, held með öðrum. Farðu vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 00:08

3 identicon

blessaður Maggi ég er ánægður að þú sért að fara á völlinn á sumrin og horfa á fótboltaleiki. En ég og fleiri ÍR-ingar höfum ekki enn séð þig á leikjum hjá ÍR í sumar.Vonandi verður breyting á því og þú farir að láta sjá þig í suður-mjódd áfram ÍR.

Bjössi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 07:37

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Einkabílstjóri:Nei,ég er sem betur fer ekki slasaðuréftir byltuna þótt ótrúlegt sé,en fékk bara svo svakalegan svima en er kominn í lag núna.

Ásdís: Þessi bylta átti sér stað í Víkinni í Reykjavík svo að það sé á hreinu en samt sýndist mér rkki vanþörf á að skipta um hellur á sumum gangstéttum á selfossi eins og í Reykjavík.

Ísak: Það er mér að kenna að ég hafi ekki hóað í þig vegna tölvunnar en ég hef bara verið upptekinn en ég kalla nú á þig við tækó og göngum frá þessu.

Bjössi: Það er engin stúka á ÍR-vellinum því miður og ég hef ekki úthald í að sitja 90 mín+ en ég ætla mér þó að sjá leiki í síðari umferðinni,því lofa ég hér og nú.

Magnús Paul Korntop, 19.7.2008 kl. 09:55

5 Smámynd: Linda litla

Farðu vel með þig Magnús og horfðu vel fram fyrir tærnar á þér.

Linda litla, 19.7.2008 kl. 10:56

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Ég vona að þú jafnir þig á þessu en það er hræðilegt að detta á gangstétt.

Vona að þessi málsháttur passi fyrir framtíðina: "Fall er fararheill."

Guð vei með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 205156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband