Íslenska dómskerfið í nútímann,takk fyrir.

Hef verið að velta íslenska dómskerfinu fyrir mér undanfarið og lesið dómsniðurstöður til að reyna að fá einhvern botn í hvað veldur hálfvitalegum dómum æ ofan í æ en ljóst er að eitthvað meira en lítið er að í dómskerfi okkar íslendinga og sýna nýlegir dómar svo ekki verður um villst að gera þarf gangskör í því að koma þessu kerfi til nútímans,því fyrr því betra,en byrjum á byrjuninni.

Kynferðisbrot:

Fyrir ári síðan var þroskahamlaður einstaklingur sýknaður af ákæru í máli gegn mikið fatlaðri stúlku en málflutningur hennar var mjög gloppóttur svo að sýkna var niðurstaðan.

Nokkru síðar var annar þroskahamlaður eintaklingur sýknaður fyrir sama brot og var málflutningur stúlkunni að falli,nú vill þannig til að ég þekki alla þessa aðila og ef þessir 2 þroskahömluðu einstaklingar hefðu verið dæmdir sekir þá hefði fangelsi ekki verið rétt leið heldur að vista þá á viðeigandi stofnun í ákveðinn tíma og láta þá svo vera undir eftirliti í einhvern tíma þar á eftir vegna þroskaskerðingar þeirra en þeir voru sýknaðir og því þarf ekki að koma til þess.

Yfirleytt eru ófatlaðir menn sem gera svona og misnota þá dætur,frænkur eða bara litlar stelpur og eru menn að fá þetta á bilinu 6 mánaða-2 ára fangelsi(Gæsluvarðhald dregst frá)og stundum eru þessir dómar skilorðsbundnir í 2 ár sem er alger firra og hvaða skilaboð er verið að senda út í samfélagið með þessu?Svar:Haldið þessu bara áfram,við tökum ekki alvarlega á þessu máli,semsagt enginn vill taka ábyrggð á kynferðisbrotamálum.
Mitt mat á refsingu: Lægsta refsing 3-4 ár óskilorðsbundið og burt með fyrningarnar.

Ofbeldisbrot:

Nú nýverið var í Hérraðsdómi Reykjavíkur tekið fyrir mál ákæruvaldsins gegn 3 Litháum sem réðust á lögreglumenn í starfi og var dómurinn ansi skrautlegur því einn var dæmdur sekur og 2 sýknaðir þótt vitað væri að þeir hefðu allir verið að verki en þeir kunnu að slást því aðfarir þeirra gagnvart lögreglumönnunum voru þess eðlis að halda mætti að þeir hefðu verið í Liháska hernum.

Að mínu mati hefðu allir þessir menn átt að fá 10 ára fangelsi fyrir að ráðast á opinbera menn í starfi og vona ég svo sannarlega að Hæstiréttur þyngi refsinguna verulega.

Fyrir skömmu var móðir í umboði dóttur dæmd til að greiða kennara rúmar 9 miljónir króna fyrir það að dóttir hennar skellti hurð framan í kennara,að mínu mati er þetta fáránlegur dómur og ég spyr því hvort þessi dómur hafi fordæmisgildi?Og ég svara:Vonandi ekki því sé svo þá getur hvaða kennari sem er farið í mál við þann nemanda sem skellir hurð á hann og gleymum því ekki að þessi stúlka er fötluð.

Mér finnst þessi dómur forkastanlegur og vonandi snýr Hæstiréttur þessum dómi við og sýknar móðurina/stúlkuna.

Af þessu verður ekki betur séð en að dómar hér á landi séu mjög vægir og herða beri viðurlög verulega og lagabreytinga jafnvel þörf því oft er vitnað í lög frá 1940 ef ekki eldra,færa þarf lögjöfina inn í nútíma samfélag og taka mið af ástandinu í dag,byrjað er að þyngja dóma fyrir fíkniefnabrot og er það ágæt byrjun en það þarf að þyngja refsirammann yfir alla línuna svo að sakborningur skilji að það sé tekið á málum af festu.

Einnig þarf að breyta skipan dómara í Héraðsdóm og Hæstarétt og þeir hæfustu verði valdir hverju sinni en ekki af handahófi eins og gerðist nýverið þegar settur dómsmálaráðherra setti Þorstein Davíðson í embætti á Norður og Asturlandi  þvert á hæfnismat sérstakrar nefndar sem sér um að meta hæfi dómara.

Að áðursögðu verður ekki betur séð enn að dómstólar landsins séu á villigötum og brýnna úrræða er þörf,breyta þarf hegningarlögum og öðrum lögum s.s frá 1940,fólk er hætt að treysta dómstólum landsins og ef það traust á að komast á aftur verður að færa dómskerfið í nútímann og það sem fyrst áður en það er um seinan.

                                     KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góða færsla hjá þér Magnús.

Óskar Þorkelsson, 26.3.2008 kl. 19:10

2 identicon

Góð lesning hjá þér.Dómskerfið hér er mjög furðulegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð færsla og vel skrifuð.  Ég get tekið undir með þér í öllum atriðum.  Furðulegir dómar hafa fallið og fólk virðist vera sammála um það, en það er eins og dómsvaldið sé ekki á sama siðgæðisplani og almenningur.  Ætli einn kúrsinn í Lögfræðináminu sé:  "Hvernig stuða á almenning"?

Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Dómskerfið er úrelt og það þarf ný lög sem samhæfir nútímanum

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góður pistill hjá þér og er þér sammála

Svanhildur Karlsdóttir, 26.3.2008 kl. 20:20

6 Smámynd: halkatla

ó já, sammála, þetta er frábær pistill :)

halkatla, 26.3.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er margt bogið í réttarkerfinu  Girl 2

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 21:48

8 identicon

alveg sammála , t.d. gerðist eitt fyrir 6.árum þegar tveir menn réðust að einum manni að tilefnislausu og enduðu líf hans . börðu hann til dauða fyrir utan einn gay-bar i miðbænum . man ekki undir hvaða undirflokk þessi árás var kölluð en einn mannana fékk 4.ár fyrir þetta ásamt öðrum líkamsárásum og hinn fékk 2.ár. og fjölskylda mannsins sem dó er buin að eiga mjög erfitt eftir þetta , þetta er bara eitt dæmi af mörgum eins og snillingurinn maggi korntopp nefnir hér i þessari færslu , eitthvað verður að fara að gera i þessu :)

sigurður jónsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 00:57

9 identicon

Sæll Maggi.

Mjög góð færsla sem ég ætla ekki að fara nánar út í.

Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 07:41

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hvernig er það eiginlega?þora virkilega ekki fleiri að tjá sig hérna?Er fólki bara alveg sama um dómskerfið?Koma nú og tjá sig.

Magnús Paul Korntop, 27.3.2008 kl. 16:49

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er  mikið sammála þér með dóminn sem felldur var vegna telpunnar sem skellti hurðinni. Ég átti ekki til eitt aukatekið orð þegar ég heyði þetta.

Það er nú svo Magnús minn sæll og góður, að mannssálin hefur verið og verður alltaf í litlum metum. Ef þú misnotar barn, þá deyr það þó hjartað slái. Það er eins og það sé hræðsla við að dæma kynferðisafbrotamenn eins og sanngjarnt er.

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:59

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Frábær færsla.

Baráttukveður fyrir réttlætinu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Maggi minn, mjög góð færsla og þörf umræða. Ég er eins og þú, ég skil hvorki upp né niður í þessu handónýta dómskerfi sem er á skerinu. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 23:43

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er mikið til í þessu hjá þér Maggi en,aðgát skal höfð báðu megin!!!það sem manni fyynst mest að að menn skulu ekki dæmdir meira til samfélagsþjónustu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2008 kl. 17:20

15 identicon

íslenska dómskerfið er orðið úrelt.T.d dómurinn sem féll í máli stúlkunnar þar sem að móðurinni ber að greiða 11 milljónir vegna þess að' hurð fell á kennara.Þegar barn  er komið i annnara manna vorslu þa ber sá aðili ábyrgð á barninu.Stúlkan er með þroskahömlun það er ekki hægt að dæma einstakling ´´ut frá einhverju fræðsluefni. Það er mjög mikilvægt að þessir sérfróð vitni seu einhverjir sem að hafa þekkingu á málefninu og að meðdómarar séu i þessiu til felli einhverjir sem að geta gefið ´dóm eftir þekkingu. Þetta er líka alvarlegt þegar ríkið tekur á sig enga ábyrgð. Þetta er brot sem að barn á ekki að þurfa að eingöngu acla ábyrgðina.Mer finnst að þetta gefi skólum aukið vald það þarf að herða eftirlit. Þessi dómur er umhugsunarefni.

Mer finnst að skoða .urfi þetta dómskerfi þyngja dóma yfir t.d likamsárasum

og morð á að vera lífstið

kv aileen

aileen (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband