Allt eins og það á að vera.

Dagurinn í dag hefur verið fínn,horfði á nokkra leiki í enska boltanum á Stöð 2 sport og svo kom konan mín um kl 5 og fljótlega eftir að hún kom setti ég kjötið yfir en ég bauð henni upp á London lamb og með því og þurfti hún ekki að gera neitt,ég sá um allt stússið og leiddist það ekki enda eru eldamennska og allt því tengt ekki endilega kvenmannsverk því ég er nú einu sinni þannig þenkjandi að jöfn skipting eigi að vera í þessum efnum og bragðaðist maturinn mjög vel og fór hún vel södd heim.

Meðan kjötið var að sjóða í pottinum vorum við í tölvunni en mig vantar nýtt stýrikerfi því þetta sem ég er með virðist ólöglegt og verður farið í kaup á nýju stýrikerfi í mai/júní,einnig eyddi ég sumu út úr tölvunni,síðan spiluðum við aðeins og hlustuðum á tónlist og spjölluðum líka saman.

Það er á hreinu að konan mín hefur gefið mér nýtt líf og er ég allur annar en fyrir um ári síðan,hún nær einhvernveginn að hemja "Risaeðluna"en sérblogg kemur um hana bráðlega vonandi en hún er mér allt og ef ég missi hana þá missi ég næstum allt og örugglega lífslöngunina.

Á morgunn kemur frændi minn uppúr hádegi og ætlum við að sjá enska boltann og borða saman hangikjöt með alles og ætla ég að sjá um eldamennskuna sjálfur að mestu leyti enda ekkert mál að gera þetta svo tek ég uppvaskið eftir það og svo kanski japlar maður á einu páskaeggi eða svo en ætla bara annars að hafa það næs og liggja í leti um páskana og hlaða batteríin fyrir næstu vinnuviku.

En látum gott heita í bili og farið varlega í páskaeggin elskurnar og eigið ánægjulega og góða páska.

                                      KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 

GLEÐILEGA PÁSKA......

Solla Guðjóns, 23.3.2008 kl. 03:38

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gleðilega páska

Svanhildur Karlsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:14

3 identicon

Það er gott að eiga góðan félaga.Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Easter Bonnet  Innilega gleðilega páska til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilega páska til þín og konuna þinnar Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 16:14

6 Smámynd: Linda litla

Gleðilega páska

Linda litla, 23.3.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gleðilega Páska Maggi/Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.3.2008 kl. 01:28

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Einhvern veginn held ég að konan þín sé jafn heppin og þú Magnús minn! Þú sýnist vera afbragðsmaður og góður.

Bestu kveðjur! 

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:41

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.3.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 205162

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband