Strætókerfið lélegt.

Smá blogg um strætókerfið en að mínu mati er það meingallað af ýmsum ástæðum og ætla ég að fara stuttlega yfir það sem betur mætti fara.

Tímaáætlanirnar eru alveg hreint með ólíkindum,t.d skulum við taka mjóddina sem dæmi,þar koma allir bílarnir á sama tíma en við erum að tala um leiðir 3,4,11,12 og 17 í staðinn fyrir að láta þá dreifast nei þá koma allir á sama tíma gersamlega fáránlegt.

Annað er að fullmargar leiðir hér í Breiðholti fara t.d fellin og upp og niður hjá FB og fara upp hjá Fálkaborg en á meðan fer ENGIN leið restina af Arnarbakkanum þ.e Grýtubakkann,Hjaltabakkan,  írabakkann,Jörfabakkann og Kóngsbakkann þannig að fólk þarf að labba langar leiðir til að ná strætó og er það langur spölur,hvar er skynsemin spyr ég en svona mætti lengi telja um leiðirnar í borginni og yfirleytt eru leiðirnar það langar en tímaáætlun stutt þannig að oft liggur við að bílstjórar þurfi að stunda hraðakstur á götunum til þess eins að halda áætlun eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,væri ekki betra að snúa þessu við?minka leiðirnar og lengja tímaáætlanir? T.D gengur leið 15 frá Mosfellsbæ og alla leið út á Mela,hreint ótrúlega löng leið en stutt tímaáætlun,er ekki komið að breytingum á strætó á ýmsum sviðum?Það finnst mér allavega.

Einnig finnst mér að elli ogörorkulífeyrisþegar auk barna ættu að fá frítt í strætó en það væri að mínu mati fyrsta skrefið til að auka strætófarþega í þessari borg en ef mig misminnir ekki þá hefur farþegum fækkað jafnt og þétt í langann tíma.

Annað sem ég vil koma hér að er að nú eru útlendingar ráðnir sem strætóbílstjórar og leiðir það af sér mikil vandamál t.d þegar spyrja þarf til vegar áður en farið er út úr bílnum eða þegar stigið er upp í bílinn,þá yfirleytt kann eða skilur bílstjórinn ekki ensku því hann er lithái,pólverji eða frá öðrum löndum á þessum sláðum en það ætti að vera frumskylirði að útlendir bílstjórar kunni eða skilji ensku þá á að vera skýlaus krafa okkar sem tökum strætó að það séu íslendingar sem keyri strætisvagnana.

Meira mætti segja um strætó en nú er nóg komið í bili,farið vel með ykkur elskurnar,það geri ég.

                                 KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...og ekki gleyma þessum vita gagnslausu strætóskýlum sem skýla hvorki fyrir regni né vindi...fáránleg hönnun fyrir íslenskar aðstæður.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.1.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég notaði strætó dgsdaglega þar til fyrir ca þremur árum. Það hefur greinilega ekki margt breyst síðan, nema þá voru bílsjórarnir íslenskir.

Seinustu ár gamla kerfisins, var endalaust verið að hringla með Arnarbakkann, eftir að leið 11 hætti að fara gegn um hverfið. Ýmist ók þar leið 3 eða leið 6. Undir það síðasta ók þar enginn vagn, nema hvað leið 6 fór inn í miðjuna, hjá Breiðholtsskóla.

Ég man vel eftir þessu með þessa 'æðislegu' samstillingu leiðanna. Allir vagnar á svipuðum tíma og á kvöld og helgaráætlun voru þeir flestir settir á sömu mínútuna. Æðislegt fyrir þá sem urðu mínútu of seinir og urðu að norpa heilan hálftíma í nepjunni eftir næstu halarófu. Eins var ekki nægjanlegur biðtími fyrir vagnanna til að hinkra hver eftir öðrum, svo farþegar gætu áhyggjulaust skipt um vagn. Iðulega varð maður að labba frammí, til vagnstjórans og biðja hann að kalla upp vagninn sem maður ætlaði í næst og biðja hann að bíða. Það gekk ekki alltaf. Annars væri það vart vandamál, væru ferðir ekki svona strjálar.

Brjánn Guðjónsson, 30.1.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Signý

Einhversstaðar heyrði ég því hent fram að strætófarþegum fari fjölgandi núna, þar sem frítt er í strætó fyrir gamalmenni og stúdenta... Ætli næsta skref verði ekki að hafa frítt í strætó fyrir alla?

Annars hef ég aldrei notast við strætó en oft heyrt þessar strætóleiða-sögur..sem eru með eindæmum fáránlegar. En eru þeir ekki nýbúnir að breyta þessu svona??? minnir það einhvernvegin...  

Signý, 30.1.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús. Nú er ég Skák og Mát. Bý á Vopnafirði  Samt finnst mér að það væri snilld hjá Reykjavíkurborg að hafa frítt í strætó fyrir alla til að hefta mengun. Myndi spara á öðrum sviðum í staðinn eins og slit á götum vegna mikillar umferðar og á veturna nagladekkin sem rífa upp malbikið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 02:46

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ljónynja: Samskonar kveðjur til þín vinan.

Georg P: Já svo ekki er nú minnst á þessi ömurlegu skýli sem gera bara ógagn að mínu mati,betra væri að rífa þessi skýli og byggja ný sem hlýja manni við veðrum og vindum.

Brjánn: Já hversu oft hefur maður ekki þurft að biðja bílstjóra um að láta vagn bíða en fengið einfaldlega"Nei,það er ekki hægt því þá er hann á eftir áætlun"
Auk þess er þessi "Halarófu"strætóar tímaskekkja af verstu sort.

Signý: Næst fá elli og örorkulífeyrisþegar frítt í strætó,veit ekki til að eldri borgarar fái frítt í strætó,en ég er greinilega ekki einn sem finnst þetta kerfi fáránlegt.

Magnús Paul Korntop, 30.1.2008 kl. 02:54

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Rósa: Mæltu kvenna heilust,já eitthvað þarf að gera til að minka umferð einkabíla á götum borgarinnar en mengunin af einkabílum er LANGT yfir hættumörkum svo að sporna þarf við þeim vágesti og því þá ekki að fara þá leið sem þú stingur uppá,ég sé ekki að hún sé eitthvað verri en hver önnur.

GUÐ blessi þig.

Magnús Paul Korntop, 30.1.2008 kl. 03:01

7 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Ísak: Samkvæmt málefnasamningi hins nýja borgarmeirihluta þá skulu elli og örorkulífeyrisþegar fá frítt á strætó á þessu ári  þannig að það styttist í það vonandi að við lágtekjufólkið fáum frítt í strætisvagna borgarinnar.

Magnús Paul Korntop, 30.1.2008 kl. 11:05

8 identicon

Ég tek strætó frítt daglega hérna í Reykjanesbæ enda er um að ræða bæ sem kemur vel fram við öryrkja. Reykjavíkurborg ætti að skammast sín að vera ekki búin að veita öryrkjum og ellilífeyrisþegum frítt í strætó. Í Reykjanesbæ fá ALLIR frítt í strætó ekki eingöngu útvaldir hópar ( námsmenn, öryrkjar, ellilífeyrisþegar)

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:35

9 identicon

ég er algjörlega sammála þér í þessu , ég er að lenda i því nákvæmlega sama og þú , hef sjálfur oft lent á útlendingum sem kunna ekki ensku og leiðir strætóanna heimskulegar. busarnir allir að koma á sama tíma , þetta er besta færsla sem ég lesið á ævinni ,, kv : ólafur gauti þinn kunningi :)

ólafur gauti (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 205146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband