Þýskur sigur.

Núna rétt í þessu var að ljúka leik íslendinga og þjóðverja og lauk honum með sigri þjóðverja 35-27 í leik sem var mjög gloppóttur af okkar hálfu.

Íslenska liðið byrjaði skelfilefa og virkuðu freðnir á vellinum og eftir 10 mínútur var staðan 6-0 fyrir þjóðverja en svona byrjanir hafa hent liðið í öllum leikjunum nema gegn slóvökum en eftir þessa hræðilegu byrjun komumst við betur inn í leikinn en samt höfðu þjóðverjarnir alltaf góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og leiddu mest með 9 mörkum 17-8 en 4 seinustu mörkin voru íslensk og því var staðan að loknum fyrri hálfleik 17-12 fyrir þjóðverja.

Seinni hálfleikur byrjaði vel og eftir 10 mínútna leik var munurinn aðeins 2 mörk 22-20 og allt gat gerst,en þá skiptu þjóðverjar muninn að nýju jafnt og þétt um leið og allt fór í sama farið hjá okkar mönnum og lauk leiknum sem áður sagði með öruggum þýskum sigri 35-27.

Þrátt fyrir þessi úrslit þá sýndu strákarnir á köflum sóknarleikinn eins og við þekkjum hann og vörnin og markvarslan var einnig í lagi á þessum tíma en það er ekki nóg að spila vel í 35 mínútur en þennann góða kafla verða menn að taka með sér í leikinn gegn ungverrjum á morgunn því ég vil meina að við getum unnið þann leik.

Í leiknum í dag var vörnin eins og gatasigti á löngum köflum og áttu þjóðverjar létt með að skora enda fór enginn út í skytturnar og ef enginn vörn er þá er enginn markvarsla en að mínu mati voru þó batamerki á liðinu og verður gaman að sjá ungverjaleikinn á morgunn sem hefst kl 19´15.

Höldum áfram að styðja strákana í blíðu og stríðu og senda þeim góða strauma því þeir þurfa virkilega á því að halda.

                          ÁFRAM ÍSLAND.

                          Með handboltakveðju:
                           Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var bara sárt.

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:50

2 identicon

það ætti bara að leggja handboltalandsliðið niður þeir drulla upp á bak í hverjum leiknum á fætur öðrum

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:32

3 identicon

Þeir leikmenn sem leika hérna heima eru einfaldlega ekki nægilega góðir í svona keppnir. Sýnir sig bara hvernig liðið er þegar Óli Stef er ekki með ......

Emil Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 205166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband