Bandaríkin,here I come.

Jæja bloggvinir og lesendur góðir,þá eru ekki nema 7 tímar í brottför til bandaríkjanna en flugvélin með mig innanborðs fer í loftið kl 16´55 og er lening í Baltimore kl 23´15(18´15 að þeirra tíma) og er ekki laust við að töluverður spenningur sé í gangi(Mér líður eins og litlum krakka að bíða eftir jólunum)og verður mikið gert sér til skemmtunnar í þessari mánaðarlöngu ferð,t.d verður farið á leik í NBA í körfubolta(Washington Wizzards-Phoenix Suns),farið í messu í baptistakirkju,verslað og margt fleira.

Ég mun blogga meðan ég er úti eins mikið og við verður komið en dagskráin er þétt ogskemmtileg en einnig hlakka ég til að sjá hvernig undirbúningur jólanna fer fram en þeir halda bara uppá 25 des svo að upplifunin verður skrýtin en þroskandi,en ég fer út ekki bara til að hitta pabba heldur einnig til að þroska mig og upplifa önnur jól en ég hef gert í 41 ár auk þess sem ég fá snjó á jólunum en ekki hefur verið mikið um hann hér hjá okkur undanfarin 5 ár,eilíf rigning alltaf.

Ég óska bloggvinum mínum og lesendum öllum góðs undirbúnings jólanna og skemmtilegs desembermánaðar með öllu því sem honum fylgir,einnig óska ég öllum gleðilegra jóla.

Ég kem svo aftur 28 desember og sýni ykkur fljótlega eftir það myndirnar sem teknar verða í ferðinni.

En hafið það gott ekskurnar og farið vel með ykkur.

                  KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góð jól og vonandi verður snjór þar. Hafðu það nú virkilega gott úti Magnús minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.11.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Katla mín og sömulei

Magnús Paul Korntop, 29.11.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sömuleiðis jólakveðjur til þín Vigdís mín,já það getur stundum verið hollt og þroskandi að læra aðra sioði og ég tala nú ekki um jólasiði.

Farðu vel með þig.

Magnús Paul Korntop, 29.11.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun,

kveðja

Anna Kristinsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Velkominn Hingað Anna gamla vinkona úr baráttunni,takk fyrir það,kveðja til baka.

Magnús Paul Korntop, 29.11.2007 kl. 12:04

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða ferð Magnús minn og njóttu jólanna vel. Alltaf gaman að sjá og upplifa eitthvað nýtt.

Gleðileg jól, Merry Christmas

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 12:18

7 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Magnús, það var æðislegt að hitta þig og alla hina í gær, takk fyrir góðan og vonandi árangursríkan dag. Góða ferð og hafðu það sem allra best um jólin í USA með pabba þínum. Skemmtu þér vel, heyrumst. Jólakveðjur Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 12:33

8 Smámynd: Ragnheiður

Jólakveðjur minn kæri, núna er örstutt í brottför hehe. Þú kannski getur hent inn mynd af jólasnjó fyrir okkur hin sem verður hér kyrr ?

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 14:22

9 Smámynd: Kallý

Góða ferð frændi og skemmtu þér vel!

Kallý, 29.11.2007 kl. 16:42

10 identicon

Æðislegt. Jólakveðjur og hafðu það ótrúlega gott þarna úti.

Sammála Ragnheiði, þú hendir kannski inn mynd af jólasnjó fyrir okkur hin sem að verðum hérna heima, og það örugglega í (jóla) rigningu.  

Bryndís R (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:54

11 Smámynd: Linda litla

Hafðu það gott úti Magnús hjá pabba þínum og skemmtu þér vel.

Jólakveðja frá Fróni

Linda litla, 29.11.2007 kl. 18:05

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góða ferð og hafðu það gott.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:45

13 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða ferð og hafðu það sem allra best

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:02

14 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir thad oll somul.

Heyrumst.

Magnús Paul Korntop, 30.11.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 205166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband