Leiðindi.is

nullÍ kvöld léku í Austurbergi ÍR og Þróttur í 1 deild íslandsmótsins í alveg skelfilega leiðinlegum leik og er þá vægt til orða tekið.

Leikurinn virtist ætla að verða einstefna í ÍR komst í 6-0 en þá fór kæruleysi að gera vart við sig í liði ÍR og gestirnir komust inn í leikinn og minkuðu muninn í 13-9 en seinni hluti fyrri hálfleiks einkenndist af aulalegum tæknifeilum og var staðan í leikhléi 15-11 ÍR í vil.

Í byrjun seinni hálfleiks var allt annað að sjá til ÍR liðsins og áður en menn vissu þá var staðan orðin 23-12 og úrslitin í raun ráðin en þá kom kæruleysið aftur í heimsókn og glutruðu heimamenn mörgum dauðafærum en gestirmnir höfðu ekki getu til að laga stöðuna og voru seinustu 13 mínúturnar hrein leiðindi eins og hann var nær allann leikinn og urðu lokatölur 30-17.

Ljóst er að ÍR liðið verður ekki dæmt af þessum leik til þess var andstæðingurinn of veikur og getumunurinn eftir því en liðið verður að spila mun betur ef það ætlar að vera áfram í toppbaráttunni því feilarnir í sóknarleiknum voru miklir og nægur tími til að bæta úr því.

Hjá Þrótti var fátt um fína drætti og mjög einhæfur sóknarleikur sem var auðveldur lestrar hjá varnarmönnum ÍR en þeir geta þó strítt hvaða liði sem er ef eir fá tækifæri til þess.

Mörk ÍR:Bjartur 8,Davíð 6,Brynjar 4,Ólafur Sigurgeirson 3,Hjörleifur 3,Máni 2,Sigurjón 2,Ísleifur 1,Janos 1.
Lárus Ólafson stóð í marki ÍR allann tímann og varði 13 skot.

                               KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Gott að heyra að ÍR-ingarnir eru að standa sig vel í þessari deild þó að "stóru nöfnin" hafi elt peningana í Garðabæinn.

Magnús Þór Jónsson, 24.11.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Valgeir:Þessi leikur var bara hundleiðinlegur og aldrei spennandi,það var aldrei jafnt og getumunurinn of mikill,jújú það var gott að vinna leikinn og fá 2 stig en það er líka það eina sem ég er ánægður með,mér hefur alla tíð þótt svona burstleikir hundleiðinleigir því ég vil frekar að lið þurfi að hafa fyrir hlutunum og smá barátta og fætingur til staðar,þetta var bara einum of auðvelt í gærkvöldi og stundum var þetta hrein vitleysa á köflum.,þessvegna leiðini.is.

Sæll Nafni.Já,liðið stendur sig vel í deildinni þrátt fyrir hrútleiðinlegan leik í gærkvöldi,hvað"stóru nöfnin"hafi farið á peningaævintýri í Garðabæ þá eru enn til menn í liðinu sem halda tryggð við það og það er ómetanlegt.

Magnús Paul Korntop, 24.11.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband