Handónýtt strætókerfi.

Fátt er eins mikið í taugarnar á mér og strætókerfið og ég held ég megi fullyrða að önnur eins vitleysa sé vandfundin,og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki einn um þessa skoðun.

Þetta byrjaði allt fyrir að mig minnir 3 árum,þá hafði þáverandi meirihluti vinstri manna í Reykjavík ákveðið að breyta strætókerfinu í þeim tilgangi að gera kerfið einfaldara og auka um leið farþegum í strætó og fengu til þess danskann verfræðing/arkitekt til að hanna strætókerfið að danskri fyrirmynd en mitt mat og annara er að það hafi gersamlega mistekist þar til fyrir skemstu að mælingar sýndu aukinn fjölda farþega,en kerfinu var breytt þarna fyrir 3 árum og enginn skildi kerfið og ekki einu sinni bílstjórarnir vissu fátt enda þeir yfirleytt spurðir álits og ættu þeir nú að þekkja leiðirnar best.

Síðan hefur leiðunum og tímatöflu strætó verið breytt 2svar og enn er kerfið í klessu og ég held að best væri að breyta kerfinu í það eins og það var áður en þessar heimsku breytingar áttu sér stað.

Nú er svo komið að námsmenn fá frítt í strætó,en hvað um þroskahamlaða námsmenn í framhaldsskólum?þeir fá ekki frítt,þetta þarf að laga,einnig eru nokkrar leiðir sem er ekki ekið um t.d í Breiðholtinu er ekki ekið um Arnarbakka nema að Fálkaborg á leið í Efra-Breiðholt og svo frá Leirubakka,þarna mætti t.d láta 1 bíl soppa vikð Verslunarmiðstöðina Arnarbakka,fleira mætti nefna til en ég læt ykkur lesendur góðir um að koma með frekari athugasendir og líka hvað ykkur finnst að mætti laga en ég held að strætó bs ætti að byrja sem fyrst á að laga þetta meingallaða kerfi áður en það er of seint.
                 KV:Korntop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alveg sammála þér það ætti að taka aftur upp gamla kerfið.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2007 kl. 14:19

2 identicon

Alveg er ég þér hjartanlega sammála. Það er hreint með ólíkindum hvað þessum fræðingum tekst oft að klúðra málum.  Hverjum dettur svo í hug að að fá menn sem taka aldrei strætó sjálfir til að hanna nýtt kerfi? 

Auðvitað á að vera frítt í strætó fyrir alla. Frekar kjánalegt að námsmenn (tímabundið blankir) fái frítt, en öryrkjar og láglaunafólk ( fátækir)  þurfa að borga.

Sigrún(ókunnug) (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:44

3 identicon

ég er samála ykkur. þetta strætókerfi er til skammar og ég veit ýmislegt um þetta dæmi enda er ég að vinna við þetta.

bilstjóri (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 205156

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband