Hvað er réttlæti?

Spyr sá sem ekki veit,en það virðist ekki vera sama hver er greinilega nú hefur Emil Tölvutryllir lent í því að síðunni hans hér var lokað af mogganum vegna síendurtekinna brota á reglum og það vitum við sem lásum bloggið hans að þar var mikið hatur á femínistum og kvenfrelsi í gangi og tjáði hann þá skoðun sína ítrekað,margt annað sem hann skrifaði var miður fallegt enda uppsker maður eins og maður sáir.

En hér á mbl blogginu þrífast síður sem ganga enn lengra og er um beint skítkast að ræða en stjórnendur mbl bloggsins gera ekkert í þeim málum heldur leyfa viðkomandi bloggurum að halda áfram með sín skítköst á mann og annann.

Í ljósi þessa hef ég ákveðið að opna gömlu síðuna mína á blog/central aftur en hætti þó ekkert hér enda verð ég að rífa kjaft hér til að hleypa öllu upp.LoL

Vissulega var rétt að loka síðu Emils en ég spyr:
Á ekki jafnt yfir alla að ganga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæll Korntop, ég vona að síðan mín hafi ekki virkað illa á þig, ég reyni að vera málefnaleg í skrifum mínum.  Það er búið að vera erfitt fyrir þig að lenda svona á milli vegna vináttu þinnar við Emil, en tíminn læknar öll sár, mundu það.

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.6.2007 kl. 15:00

2 identicon

Síðu Emils var lokað vegna þess að það þurfti enginn að lesa nema 2-3 pósta hjá honum eða þau komment sem hann skildi eftir hjá öðrum til þess að sjá að þar fór maður ekki andlega heill.  Og þegar hann var borinn þungum ásökunum, að í stað þess að reyna að útskýra sína hlið á þessu máli hóf hann tvíefldur skít kast í bæði þá sem voru gegn honum og líka þá sem voru á móti honum.  Mannstu tildæmis þær athuga semdir sem Emil skildi eftir sig í kommentakerfinu hjá Hrólfi?  Þar var hann með munnsöfnuð og orðbragð sem gekk fram af flestum sem lásu þá síðu.  Ef að Emil hefði bara haft vit á því að loka fyrir komment á síðunni sinni í nokkra dag þá hefði þetta liðið hjá og allir gleymt honum og ásökunum í hans garð eftir svona 10 dag.  Í stað þess fór hann að rífa kjaft á móti og fékk alla nema þig og kannski 2-3 aðra á móti sér.  

Hafði það gott í dag Magnús og ekki hafa af þessu of miklar áhyggjur.  Hef gaman af blogginu þínu - oftast. 

Óvirkur bloggari (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Ester:

Nei bloggið þitt er fínt ekkert upp á það að klaga.

Sæll óvirkur:

Eins og ég sagði þá var Emil ekki saklaus af því sem hann gerði,ég ráðlagði honum einmitt oftar en einu sinni að loka á commentakerfið hjá sér en hann er eins og sumir sem ég þekki,hann hlustar aldrei og eins og ég sagði þá var margt sem hann skrifaði ekki það allra gáfulegasta og þessi munnsöfnuður og orðbragð sem hann notaði var honum ekkki til framdráttar,mér finnst bara fleiri svona síður í gangi og því vaknaði þessi spurning.

Magnús Paul Korntop, 27.6.2007 kl. 15:45

4 identicon

Held nú samt að það séu fáir eins kjaftforir og fullir fyrirlitningar og hann Emil.  Flestir sem eru með skítkast og lenda í ógöngum annað hvort hætta að blogga um hríð eða biðjast afsökunar.  Emil óð bara mannaskít upp á háls í stað þess að hafa sig hægan og kom af stað umræðu bæði hérna og á barnalandi.is og eflaust víðar þar sem nöfn þeirra, Immu og Alvildu og stundum jafnvel Ísaks og þín, eru nefnd í samhengi við barnaníð, dýraníð, nauðganir, hótanir, andlegt ofbeldi og líkamlegt.  Emil og þið hin hefðuð sloppið við þessa almennu herferð á hendur Emils ef hann hefði haft vit á því að halda kjafti og forðast sólarljósið.  Eins og flestir gera sem lenda í svona málum.  Ég sé tildæmis Guðmund í Byrginu ekki á lista yfir vinsælustu bloggara landsins?  Eða Steingrím Njálsson eða Gústa Guðsmann...  Þeir þegja þegar þeir eru króaðir af úti í horni.

Kveðja Magnús og reyndu að varðveita létta skapið! 

Óvirkur bloggari (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:02

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,ekki er ofsögum sagt af Emil,en það sem þú segir hér að nafn mitt hafi borið á góma á Barnalandi í samhengi við barna eða dýraníð,ég þakka guði fyrir að hafa aldrei ´framið slík níðingsverk,hvað þá andlegt eða líkamlegt ofbeldi.

En eins og ég sagði í fyrra commenti þá gekk Emil alveg út á ystu mörk og lengra en það segja sumir enda var síðunni hans lokað.
Jú ég ætla svo sannarlega að varðveita létta skapið því mér er það eðlislægt þú ég rjúki upp með byl svona stöku sinnum

Magnús Paul Korntop, 27.6.2007 kl. 16:12

6 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta eru áhugaverðar pælingar. Mín spurning er þessi: Veit einhver hverjir skilmálar blog.is eru? Ég man ekki eftir því að hafa séð þá og gengur illa að finna þá. Fyrst Emil er sagður hafa brotið skilmála, þá hljóta þeir að vera til einhvers staðar. Væri ekki betra að geta séð þá til að maður geti verið viss um að maður sé ekki að brjóta þá?

Þarfagreinir, 27.6.2007 kl. 16:25

7 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Hvaða bull er hér í gangi að tala um Steingrím Njálsson, Guðmund í Byrginu og svo Gústa Guðsmann!!!

Alveg með ólíkindum bullið að nefna Gústa í samhengi við hina tvo, þ.e. nema að þessi óvirki, nafnlausi, bloggari geti bent á eitthvað sem enginn annar veit.

Gústi Guðsmaður er þjóðsagnapersóna á Siglufirði vegna góðmennsku, ég man mjög vel eftir karlinum lesandi úr Biblíunni á Torginu í alls konar veðrum og finnst skammarlegt að hann sé nefndur hér á nafn í tengslum við sorapersónur!!

Varðandi Emil og hans síðu er málið dautt, ef eitthvað frekar er yfirvofandi þarf það að verða leitt í ljós á réttan hátt.  Ekki með fínlegu skítkasti, undir nafnleynd, á netinu.

Áfram ÍR!

Magnús Þór Jónsson, 27.6.2007 kl. 16:26

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála Magnúsi Þór.  Það stakk mig að sjá Gústa guðsmann nefndan í þessu samhengi.  Gústi stundaði útgerð með Drottni og gaf allan ágóðann til barnahjálpar í Afríku.  Ég tel að það eigi að láta eitt yfir alla ganga í sambandi við lokun á bloggsíðum.  Ég tel að skilmálarnir eigi að vera skýrir og ég tel að aðvaranir eigi að eiga sér stað fyrir lokun.

Vilborg Traustadóttir, 27.6.2007 kl. 18:09

9 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða síður aðrar eru það sem eru svona svæsnar eins og síðan hans Emils ? Ég hef bara ekki séð þær..

Ragnheiður , 27.6.2007 kl. 19:23

10 identicon

Sæll Magnús. Ég hef einmitt verið að hugsa þetta sama undanfarna daga. Mér dettur í hug síða svamps sem virtist í herferð gegn Emil og nú gegn öðrum sem ég man ekki hvað heitir. Óvirkur bloggari segir hér að ofan að það sé ljóst að Emil hafi ekki verið andlega heill og réttlætir þess vegna að síðu hans hafi verið lokað. Það er nú ansi hættulegt ef það á að loka á alla sem eru ekki andlega heilir. Og hvernig á að flokka það fólk? Þyrfti ég þá að sýna læknisvottorð ef ég ætlaði að stofna blogg? En ég er sammála því að það er allt of mikið af síðum hérna sem eru "óviðeigandi" og sennilega er síða Emils ein þeirra. En það eru líka fleiri sem eru enn opnar. Annars er ég langoftast sátt við bloggið þitt þó ég sé ekki alltaf sammála. Því ég er náttúrulega femínisti eins og þú veist  Bið að heils Aileen vinkonu okkar beggja.

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 19:52

11 identicon

Ég verð nú að segja það að persónulega er mér alveg sama um síðuna hans Emils.. farið hefur fé betra. Enhann er með einn þann versta sóðakjaft sem ég hef séð á bloggi. Kanski lærir hann bara eitthvað af þessu.

En hann er ekkert hættur að blogga þeir sem vilja geta fundið hann á öðru bloggi. Og ég get ekki séð að hann sé neitt að gefast upp.

Ritskoðun er allt í lagi þegar menn eru farnir að kalla fólk fávita, drullusokka og annað bara fyrir það eitt að vera ekki á sömu skoðun og viðkomandi.  

Iwanna Humpalot (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 20:34

12 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Er ekki verið að visa í Ágúst kompásmann þegar talað er um Gústa guðsmann?  Spyr sú sem ekki veit.

Hafrún Kristjánsdóttir, 27.6.2007 kl. 21:59

13 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ekki msn flutt heldur hef ég gleymt að breyta síðan ég flutti í raunveruleikanum í maí.  Ég er ekki mikið á msn en við spjöllum áreiðanlega saman þar síðar.

Kveðja

Ragnheiður , 28.6.2007 kl. 01:42

14 identicon

Þeir eru tveir Gústarnir Guðsmennirnir, annar góður, hinn mjög mjög slæmur. Sá slæmi er þó að ég hélt aðallega þekktur undir þessu nafni meðal lögreglumanna og þeirra sem hafa með barnaverndarmál að gera.

Lesandi (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband