Áskorun-áskorun.

Næsta laugardag,þann 6 mars verður þjóðaratkvæðagreiðsla um ICESAVE samningana sú fyrsta frá stofnun lýðveldis 1944.

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um eftirfarandi:Að samþykkja eða fella umræddann samning sem alþingi samþykkti og forseti íslands neitaði svo að staðfesta og sendi þar með málið til þjóðarinnar.

Verði samningurinn samþykktur á laugardaginn er mikil hætta á þjóðargjaldþroti,landflótta og fleiru,verði hann hinsvegar felldur eru líkur á betri samningi við breta og hollendinga enda skilst mér að þeir séu með hjartað í buxunum þessa daganna.

Kæru lesendur þessarar síðu,ég skora á ykkur og bið aðeins um eitt og það er þetta: Mætum á kjörstað nk laugardag ogsegjum NEI,NEI,NEI við þessum samningi og kolfellum hann þar með.

Ef ICESAVE verður fellt þá er kanski von til að stjórnin segi af sér og þjóðstjórn taki hér við völdum.

Kjósandi góður,þú hefur bara 1 atkvæði á laugardaginn,notaðu það rétt og segðu NEI við ICESAVE.

                                     TAKK FYRIR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er búinn að kjósa.  Tek undir með Magnúsi "MÆTUM ÖLL Á KJÖRSTAÐ OG LÁTUM VILJA OKKAR Í LJÓS".

Jóhann Elíasson, 4.3.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.3.2010 kl. 17:55

3 identicon

Ég mun segja NEI

Bjössi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:39

4 identicon

Heimskuleg kosning. Það var ekki verið að kjósa um neitt. Þessi samningur sem var verið að kjósa um var ekkert í gildi lengur, við vorum komin með betri samning.

Þetta er einsog að kjósa um forseta og annar frambjóðandinn væri dauður.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 12:20

5 identicon

Varla þarf að taka fram að ég og móðir mín kusum ekki. Tökum ekki þátt í svona heimskulegum skrípaleik. Eyði ekki bensíni til að komast á kjörstað.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 12:23

6 identicon

Ég kaus nú ekki, enda var vont veður og ég treysti mér ekki út.

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:01

7 identicon

Ég hefði viljað eitthvað mál sem hægt hefði verið að kjósa um.

TD: Á að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum?

Á að taka kosningarrétt af konum?

Á að lækka hámarkshraða niðrí 70 km hraða á þjóðvegum?

ÞAÐ VAR EKKERT HÆGT AÐ KJÓSA UM ÞETTA MÁL!!

Leifur Páll (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 20:50

8 identicon

Leifur: Þetta er öfgafull dæmi

Aðalsteinn Grímsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:42

9 identicon

Það þarf oft öfgafull dæmi til að fá fólk til að hlusta.

En ég er að mörgu leiti sammála Magnúsi.

Leifur Páll (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Korntop

Höfundur

Magnús Paul Korntop
Magnús Paul Korntop

Hér er á ferðinni lífsglaður náungi með sterkar skoðanir og segi ég þær umbúðarlaust,
Mín helstu áhugamál eru sport,söngur en einnig eru mér hugleikin málefni þeirra
sem minna mega sín.

Ég vil taka það fram af gefnu tilefni að ég áskil mér ALLANN RÉTT til að eyða commentum sem innihalda skítkast,eða fjalla ekki um bloggefnið sjálft,verði fólk ekki við þessu verður lokað á commentakerfið.

Spurt er

Hvernig líst þér á komandi vetur?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 205166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • ...ingurinn_eg
  • Ólafur Stefánson.
  • ...lautur_bill
  • ...ngverjaland
  • ...land_415050

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband